Mjólkuraukandi próteinkúlur

Ég rakst á þessa sjúku uppskrift af próteinkúlum á instagram hjá kimperryco og varð ástfangin! Það skemmir ekki fyrir að þær geta hjálpað við mjólkurframleiðslu og eru SÆLGÆTI á bragðið! Gott að narta í þetta á daginn hvort sem þú ert með barn á brjósti eða ekki!

Innihaldsefni:

  • 2 bollar haframjöl
  • 1 bolli hörfræmjöl (ég kaupi þetta í costco)
  • 1 bolli hnetusmjör
  • 2/3 bolli hunang
  • Ca 1-2 tsk vanilludropar
  • Súkkulaðibitar eftir smekk (ég nota semi-sweet frá kirkland)

Aðferð

Settu allt í skál og hrærðu þar til öll hráefnin eru orðin einn stór klumpur. Svo seturðu skálina í ísskápinn í ca 1 klst til að leyfa þessu að klístrast almennilega saman, svo tekurðu út og rúllar í kúlur.

Einfaldara gæti þetta ekki verið!

Augu&- varir|Review

Fyrsta varan sem ég ætla skrifa um er Volume million lashes Excess maskarinn frá L’Orèal.

Èg hef notað þennan maskara on og off í fimm ár. Finnst þetta fullkominn hversdags maskari, no make up look er mitt uppáhalds og mér finnst ég einmitt ná fullkomnu lúkki með þessum maskara. Greiðan á maskaranum nær að greiða vel í gegnum augnhárin svo þau klessast ekki saman. Hann er alls ekki dýr í verði, frekar ódýr eiginlega.

Down side við hann er að mér finnst hann verða þurr eftir nokkrar vikur frá fyrstu notkun. En þrátt fyrir það verða augnhárin ekki klessuleg, þarf þá bara fara örlítið oftar með hann yfir augnhárin.

Myndi ég kaupa hann aftur?

Já, hiklaust. Þetta er svona minn go to maskari þegar ég þarf að kaupa mér nýjan og hugsa hann verði það allavega í fimm ár í viðbót.

Mavala lip balm frá Modus. Fyrir ykkur sem eruð með breytilegar varir eftir árstíðum eins og ég myndi ég mæla með þessum til að tækla það vandamál.

Lyktin og endingin á honum eru bæði mjög góð.

Hann heldur vörunum mjúkum og hjálpar þurrum og sprungnum vörum

Down side: eiginlega finn ekkert. Kannski bara að hann fæst ekki í bænum sem ég bý í, væri til í að sjá hann í apótekum því hann gerir æðislega hluti fyrir þurrar varir.

Myndi ég kaupa hann aftur?

Já, 10 af 10

Lancome Grandiose maskarinn.

Þessi maskari grínlaust gerir allt. Lengir og þykkir augnhárin. Engar maskara klessur og maskarinn þornar ekki eftir nokkra vikna notkun.

Mjög auðvelt að nota hann útaf sveig á burstanum, auðveldar helling fyrir klaufa eins og mig sjálfa.

Það er auðvelt að nálgast hann, hægt að kaupa í netverslun lyfja og kostar tæplega 6.000kr.

Down side er svolítill nísku púki og á mjög erfitt að rèttlæta fyrir mér 6000kr í einn maskara, en hann er algjörlega þess virði.

Myndi ég kaupa hann aftur?

Já og nei. Maskarinn fær fullt hús stiga en nískupúkinn segir nei💸

Varalitur frá lindex cashmere brown. Elska litinn en þessi vara litur hentaði mér alls ekki svona dagsdaglega. Nota hann frekar við tilefni og veislur.

Varaliturinn er mjög mjúkur, mjög fallegur á vörum en þurfti líka laga hann mjög oft. Hann næst mjög auðveldlega af og skilur ekki eftir sig lit.

Hugsa ég myndi ekki kaupa hann aftur en mun samt nota hann á meðan ég á hann því liturinn er gorgeous þó formúlan henti mér kannski ekki.

Home Inspo; skandínavískur stíll

Ég hef alltaf verið frekar heilluð af skandínavískum stíl fyrir heimilið og mætti segja að heimilið mitt sé svolítið í þeim stíl.
En eins og festir sem eiga eða leigja vita þá tekur smá tíma að gera heimilið þitt nákvæmlega eins og þú vilt hafa það.
Mér finnst enþá vanta nokkra fallega detail-a hjá mér og er búin að vera sökkva mér í fallegum pintrest innblæstri sem mig langar að deila með ykkur 🙂

Að finnast þú ekki meiga syrgja

Nú eru liðin næstum 3 ár frá því að ég missti bróður minn.

Þar sem við vorum aldrei mjög náin þrátt fyrir lítinn aldurs mun þá líður mér stundum eins og ég bara hreinlega hafi ekki rétt á að sakna hans eða syrgja. Ég þori lítið að tala um það við fjölskyldu eða vini. Það var aldrei neitt eða neinn sem varð til þess að ég fékk þessa tilfinningu, heldur er ég nokkuð viss um að ég hafi búið hana til sjálf í höfðinu á mér.

Málið er soldið að við lifðum mjög ólíkum lífum og gengum soldið sitthvorn stíginn í lífinu. Hann var vinamargur og hress drengur sem kunni að skemmta sér og sínum. Ég á hin bóginn var aldrei neitt rosalega vinamörg og hef aldrei hleypt nema nokkrum nálægt mér, hann var soldið hvatvís á meðan ég var meira fyrir að plana hlutina útí æsar.

Auðvitað meiga ALLIR syrgja og þú mátt sakna manneskju… jafnvel þó þið voruð ekki náin. Það syrgja allir á sinn hátt og taka sinn tíma.

Ég var nýlega búin að komast að því að ég væri ólétt af stelpunni minni þegar eg fæ fréttirnar af fráfalli hans, sömuleiðis vorum við að komast yfir það að liðin væru 10 ár frá fráfalli pabba okkar og var ég því á viðkvæmum stað þegar þetta gerist, ég held samt að ég hafi bara aldrei unnið almennilega úr þessu og hef því ákveðið í höfðinu á mér að ég mætti ekki hafa þessar tilfinningar.

Hann var bróðir minn! Hann féll frá langt fyrir aldur fram og það eitt er nóg til að syrgja hann og sakna. Það að ég hitti hann sjaldan og get ekki bætt úr því er hræðilegt. Það að yndislegu börnin hans þekkja hvorki mig né börnin mín er hinsvegar eitthvað sem ég get reynt að bæta… En af einhverjum ástæðum hef mig ekki í.

Gerið það fyrir mig kæru lesendur. Njótið tímans sem þið hafið með fjölskyldu og ástvinum. Þið vitið aldrei hvenær þið sjáist í síðasta skipti.

Aldrei fara reið að sofa.

Lífið er núna, elsku þú… lifðu því!

Uppáhalds veislunammið mitt

Karmellukornflexnammi með fylltum lakkrísbitum
300 g Dumle karmellur
130 g smjör
200 g lakkrísreimar (fylltar eða ófylltar)
90 g kornflex, mulið gróflega

Krem
400 g rjómasúkkulaði
60 g smjör

  1. Bræðið karmellurnar og smjör saman í potti. Bætið lakkrís og kornflexi saman við og hrærið vel saman.
  2. Setjið í form hulið smjörpappír eða ssmurt vel að innan og geymið í kæli á meðan kremið er útbúið.
  3. Bræðið nú súkkulaði og smjör saman í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði og hellið því yfir kornflexnammið.
  4. Setjið í fyrsti og geymið í ca. 20-30 mínútur. (Ég geri oftast daginn áður)
  5. Takið svo úr frysti og skerið í bita.

*Ekki mín uppskrift, þessi er fundin á netinu en all time favorite frá gulur, rauður grænn og salt

Foreldrar að ferðast barnlaus

Ef ég á að vera alveg heiðarleg þá held ég að ég sé mun háðari börnunum mínum tilfinningalega en þau mér, en við Ási skelltum okkur til Ítalíu í lok ágúst 2019. Þar sem við höfðum 2 stóratburði á döfinni í lok ágúst ákváðum við að fagna saman bara 2 á Ítalíu en það eflaust fór ekki framhjá fylgendum mæður.com að við giftum okkur, hann Ási varð líka 30 ára 8 dögum seinna svo ég bauð honum í afmælis/brúðkaupsferð.

Það kom mér eiginlega á óvart hvað börnin kipptu sér lítið upp við það að okkur vantaði á heimilið á meðan foreldrar okkar pössuðu að halda í venjulega rútínu.

Ég fékk líka bilaðann bömmer þegar ég áttaði mig á að ég myndi missa af fyrsta skóladeginum hjá Svavari Braga en skólasetningin var á fimmtudegi og ég bara hélt að skólinn byrjaði þá í framhaldi af því á föstudegi (við áttum flug aðfaranótt máudags eftir) en skólinn byrjaði ekki fyrr en mánudagsmorgun.

En líkt og maður myndi gera með börn plönuðum við soldið flugin þar sem við myndum millilenda bæði á leiðinni til og frá Ítalíu. Hér koma nokkrir punktar sem gagnast bæði fullorðnum og fjölskyldum.

* Sniðugt er að hafa spjaldtölvu með sér til að hafa eitthvað að gera í millilendingum og ef flugvélin hefur ekki afþreygingakerfi.

*Þar sem matur er ekki sá ódýrasti á flugvöllum og flugvélum er alltaf gott að bæði hafa nesti og eitthvað nasl til að borða í vélinni og í millilendingum.

* Hafðu með þér brúsa og fylltu á uppá flugvelli, mun ódýrara en að kaupa vatn. (Á ekki endilega við um aðra flugvelli en virkar vel á FLE).

* Það skaðar aldrei að hafa með sér bók til að lesa eða krossgátur/sudoku (þrautir).

* Hafðu stærri raftæki á þægilegum stað í töskunni og alla vökva í handfarangri tilbúinn í 1l zip-lock poka til að spara tíma í vopnaleit.

* Vertu í þægilegum fötum. Það er öllum sama hvernig þú ert til fara á meðan þú ert snyrtileg/ur, en ekki allir hafa þolinmæði til að bíða á meðan þú rífur allt af þér og endar svo í handleit því þú ert með svo mikið „bling“.

En mest af öllu, njóttu frísins. Maður ferðast ekki á hverjum degi (nema maður vinni í geiranum) svo maður gerir það besta úr því sem maður hefur.

Ferðakveðjur, Hrafnhildur

Fæðingasaga Alparós

Ég vakna rétt fyrir 5 aðfaranótt fimmtudagsins 31.maí. Ég hafði vaknað nokkrum sinnum sömu nótt til að pissa sem var ólíkt mér þessa meðgöngu þar sem ég vaknaði tops 2x venjulega. Þetta skipti var ég samt rennandi blaut að neðan og mig grunaði að þetta væri mögulega legvatn en var samt ekki viss. Ég skipti um nærbuxur og set á mig bindi sem virtist samt ekkert fyllast hratt en þó alltaf eitthvað að bætast í, legvatnið s.s. lak mjög hægt en ég vek Ása 2 klst seinna eftir að ég hef hringt á HSS til að spurjast fyrir og láta vita af mér. Við förum þá til keflavíkur á HSS þar sem staðfest er að þetta væri legvatnsleki og settur er upp æðaleggur fyrir sýklalyfjum vegna GBS.

Á þessum tíma var ég ekki komin með vott af verkjum svo ég fékk bara sýklalyfin á HSS og fékk svo að bíða til hádegis til að athuga hvort líkaminn færi ekki að taka við sér. Við Ási gripum þá tækifærið, SB var í dekri hjá ömmu og afa og færi svo til pabba síns daginn eftir, og skelltum okkur á lunchdate áður en við þyrftum að tékka á stöðunni aftur.

Þar sem ég byrjaði ekki að fá neina verki var ég send í hádeginu á LSH í gangsettningu því GBS fylgir mikil sýkingarhætta fyrir barnið og þurfti því að koma barninu sem fyrst út.

Ég fæ töflur á 2 klst fresti frá 13-01 og sýklalyf á 4 klst fresti þangað til barnið mætir en um 4 aðfaranótt föstudags vakna ég við seyðing sem svo jókst smátt og smátt þangað til um 8:30 þegar verkirnir eru orðnir það slæmir að ég bið um að fara í bað og fá glaðloft en fyrir það andaði ég mig í gegnum verkina og notaði jógaboltan eða labbaði um.

Það voru vaktaskipti um 8 leytið svo baðið var ekki í boði fyrr en ljósmóðirin var búin að fá allar upplýsingar frá þeirri sem var á undan en ég fæ glaðloft og nota róluna til að halda mér uppi meðan ég rugga mér í gegnum verkina.

Á meðan ég beið fékk ég rosalega dýrmætt símtal sem hjálpaði rosalega með verkina en Svavar Bragi hringdi og vildi heyra í mömmu áður en hann færi til pabba síns.

Ekki löngu seinna fæ ég grænt ljós á að fara í baðið, ljósmóðirin skoðar mig og segir að ég sé með 6 í útvíkkun svo skelli ég mér í baðið með glaðloftið.

Ég dóla svo í baðinu í góðu yfirlæti nokkuð hress og spjallandi milli hríða alveg þangað til það kemur að næstu skoðun sem ég svo enda með að fara úr baðinu, pissa, leggjast á bekkinn. Þegar þangað er komið er ég með 9,5 í útvíkkun sem þýddi að nú mátti ég hlusta á líkamann og byrja að rembast en litla daman mætir í öðrum rembingi, 6 mín eftir að ég stíg uppúr baðinu kl 12:56.

Hún fæddist 52cm (cm styttri en bróðir sinn) 3970gr með 36cm í höfuðmál. Fullkomin í alla staði!

Þar sem fæðingin gekk bara nokkuð vel þá fengum við að bíða bara eftir læknisskoðun fyrir skvísuna og færðum okkur svo á HSS í eftirlit vegna þess að ég hafði greinst með meðgöngusykursýki og þá þarf að fylgjast með börnunum í smá tíma eftir fæðingu.

Holt og gott bananabrauð

Innihaldsefni

3 þroskaðir bananar

3 egg

1/3 bolli kókosolía

Tsk matarsódi

Tsk salt

3 msk kanill

3 bollar haframjöl

Aðferð

Forhitið ofninn á 180°. Á meðan ofninn hitnar stappið þið bananana í stórri skál.

Því næst bætast við egg og kókosolía og þetta allt hrært vel saman áður en restinni af innihaldsefnum er bætt í. Þegar öllu hefur verið blandað saman er deiginu hellt í mót sem hefur verið smurt með kókosolíu (gott að nota svona „loaf pan“ ) og mér persónulega finnst gott (og girnilegt) að dreifa smá haframjöli yfir þegar deigið er komið í formið.

Formið er svo sett í ofninn í 20-30 mín eða þar til þú getur stungið tannstöngli í mitt brauðið og hann kemur hreinn út aftur.

Vikumatseðill og tvö Frozen afmæli

Eftir langa pásu kemur loksins inn nýr vikumatseðill, en það er búið að vera mikið að gera síðustu mánuði meðal annars við að klára skólann og byrja í nýrri, mjög krefjandi vinnu. Það hefur því verið lítill tími til að sinna öðru en því ásamt fjölskyldunni og heimilinu, en auk þess lokuðum við síðunni tímabundið til að betrumbæta hana. Núna eru stelpurnar komnar í sumarfrí á leikskólanum og farnar í ömmu og afa dekur á Vopnafjörð á meðan við foreldrarnir verðum heima að vinna og njóta þess í nokkra daga að vera barnlaus. Ég gaf mér því tíma til að setjast niður og skrifa eina færslu þar sem ég set inn vikumatseðilinn fyrir þessa viku og læt fylgja með nokkrar myndir úr fimm ára afmæli Sóllilju og þriggja ára afmæli Maísólar sem við héldum í vor. Þar sem þær áttu báðar afmæli í miðjum covid faraldri var ekki hægt að halda stórar veislur en við buðum nánustu í smá afmæliskaffi og þær vildu auðvitað báðar hafa Frozen þema þar sem Frozen æðið á þessu heimili virðist aldrei ætla að enda 😉

Hér kemur matseðillinn:

Mánudagur: fiskur í raspi, couscous, steikt grænmeti og heimabakað rúgbrauð

Þriðjudagur: grillaðir bbq kjúklingaleggir, kartöflubátar, maís og hunangssinepssósa

Miðvikudagur: quesadillas með nautahakki, guacamole, ferskt salat og sýrður rjómi

Fimmtudagur: ritzkex kjötbollur, hrísgrjón og súrsæt sósa

Föstudagur: grillkjöt, kartöflur, maísstönglar, fylltir sveppir og piparsósa

Laugardagur: úrbeinuð kjúklingalæri, piparostasósa og franskar

Sunnudagur: heimapizza

Nokkrar myndir úr fimm ára afmæli Sóllilju og þriggja ára afmæli Maísólar

Við gerðum upp íbúðina okkar

Í febrúar á þessu ári fjárfestum við í íbúð hér í Hveragerði. Við höfðum stuttu áður gert upp íbúð sem við áttum á Akureyri og hafði ekkert verið í frábæru standi en síðan skemmd af leigjanda.

Við þurftum að reyna að kaupa sem ódýrast og búa okkur til pening í eigninni með því að gera hana upp. Núna í júní settum við síðan á sölu og var eignin seld á sólarhring. Við erum búin að festa okkur annað húsnæði og því stutt í næsta ævintýri.

Við breyttum ýmsu í íbúðinni, skiptum um gólfefni, máluðum, færðum og skiptum um eldhús, lökkuðum alla gluggakarma, skiptum um slökkvara og innstungur, skiptum um skáp í forstofu og filmuðum fataskápa í svefnherbergjum.

Það var virkilega gaman að gera íbúðina upp, spá og skipuleggja framkvæmdir og síðan að vinna vinnuna. Við vorum einstaklega heppin með fólkið sem hjálpaði okkur en við fengum mikla aðstoð frá nokkrum af okkar nánasta fólki. Móðir mín er innanhússtílisti, systir mín að læra arkitektúr og pabbi minn er mikill alt muligt maður – ég sver pabbi kann allt eða svona nokkurn veginn, bróðir minn ætlar að verða lítill lærlingur pabba og duglegur að hjálpa til líka.

Það er frábært að eiga móður og systur sem hafa svona mikinn áhuga á því hvernig hlutirnir líta út og eru gerðir, þó svo að ég hafi nú samt fengið helling um hlutina að segja líka enda þrátt fyrir að vera með svipaðan stíl erum við ekki alltaf sammála. Jósef á síðan vin sem er lærður smiður og hann hjálpaði helling til líka. Mest vinnan var gerð á tæpum mánuði áður en að við fluttum inn og rest var gerð á stuttum tíma, enda ekki nema fjórir mánuðir síðan að við fengum afhent hér.

Eldhús

Búið var að breyta eldhúsinu í svefnherbergi og færa eldhúsið í stofuna. Við ákváðum að innsta herbergi hússins yrði að eldhúsi en þetta er þó ekki upprunalega eldhús hússins, það var í miðjunni og okkur fannst þetta meika meiri sense.

Herbergið er málað með salthvítum á veggjunum, gluggar lakkaðir hvítir með Blæ, fataskápurinn tekinn út, parketlagt og sett upp eldhús innrétting. Okkur fannst passa betur að opna eldhúsið aðeins en það var ekki hægt að taka vegginn í heild niður þannig að hurðin var fjarlægð, veggurinn fyrir ofan og við hliðina á hurðinni beggja vegna við.

Innréttingin er öll frá IKEA, upprunalega stóð til að reyna að nýta þá innréttingu sem var til staðar en hún var verulega illa farin og ekki nothæf, enda líka gömul innrétting og ekki hægt að bæta við hana enda eldri innrétting sem ekki er lengur í framleiðslu í þeim stærðum.

Eyjan er gerð úr efri skápum og borðplötu sagaðri til og sett utan um. Til þess að fá heildina til þess að vera hvíta var filmað þar sem sést innanverð borðplatan á eyjunni og fest hvít plata aftan á skápana.

Við áttum ekki mikið í framkvæmdasjóð og reyndum að gera hlutina ekki óþarflega dýra, hér þurfti því að velja og hafna svolítið en við erum ótrúlega ánægð með loka útkomuna. Ljósin eru gömul IKEA, ekki framleidd lengur og var annað þeirra í öðru herbergi áður og hitt fundum við í geymslunni. Við vorum heppin að einn af þeim ofnum sem passaði okkar fjárhagsáætlun var hvítur en það gerir mikið fyrir rýmið að hann skuli vera hvítur. Stálvaskurinn er án vaskaborðs og þar af leiðandi ódýrari en vaskaborðið hefði að öllum líkindum ekki litið vel út miðað við rýmið, auk þess sem það tekur af borðplássinu.

Núna í dag er búið að setja hvíta plötu aftan á eyjuna en það er eitthvað sem þurfti að smíða þar sem að IKEA framleiðir ekki fronta á 80×80 efri skápa, einungis stærst 80×60.

Barnaherbergi

Í herbergi barnanna var fremur lítið gert, gluggar lakkaðir, ljósakrónan tekin niður, málaðir veggir, parketlagt og filmaður fataskápur. Við ákváðum að hafa herbergið frekar einfalt enda svefnherbergi barnanna og við vildum nóg pláss til þess að hægt væri að leika sér.

Fataskápinn er búið að filma hvítan í heild núna, þó það hafi ekki verið á myndunum. Kommóðan hefur að geyma allt dót, föt og annað tengt börnunum. Fataskápurinn er fremur lítill og er að hluta til notaður undir geymslu og sem fataskápur Jósefs. Skápapláss í íbúðinni er kannski ekkert svakalegt en við þurftum ekki meira, upprunalega hugmyndin var að skipta um skápa en aftur þurfti að velja og hafna, þessir eru sérsmíðaðir og bara það að filma gerði helling, í raun svo mikið að eftir eina pabbahelgina dregur Maríus mig á milli herbergja að sýna mér nýju fínu fataskápana okkar.

Fjólublái liturinn á veggnum heitir Einiber frá Grojo. Draumur stráksins míns var að fá fjólubláan vegg í herbergið sitt og hann er jafnvel enn ánægðari með það núna hve dökkur liturinn er þar sem að hann virðist sjá brúnan tón í honum en það er nýji uppáhalds liturinn.

Mikið af því skrauti sem á veggjunum er hérna og legubekkurinn í stofunni eru dæmi um hluti sem að við fengum að láni frá foreldrum mínum. Það er að miklu leyti stráknum mínum að þakka enda smekkmaður með meiru og setti það sem skilyrði fyrir ömmu sinni að fá nokkra hluti með sér í láni, svona fyrst hann þurfti að flytja frá þeim.

Hjónaherbergi

Þetta herbergi er það sem upprunalega er eldhús sem skýrir fjölda röra en tengja þurfti vatn og annað frá þessu herbergi og inn í eldhúsið sem núna er eldhús.

Við fjarlægðum hillur og snaga, færðum og filmuðum fatskápinn sem var í núverandi eldhúsi hingað, parketlögðum, skiptum um rofa og innstungur. Glugginn var lakkaður líkt og annars staðar í húsinu og settur var framan á gluggakistuna plast til þess að jafna hana en hún hafði einhverra hluta vegna verið skorin af að hluta og fremur illa gert.

Liturinn á veggnum hér er Forest Green frá Grojo.

Á þessar myndir vantar yfirbyggingu yfir rör og parketlista en það náðist ekki fyrir myndun.

Stofa

Stofan og forstofan eru máluð með málarahvítum. Við fengum málningu að gjöf sem við nýttum á þessi rými þar sem að það magn af salthvítum sem við keyptum dugði ekki á alla veggi íbúðarinnar.

Þetta er það eldhús sem fyrir var í íbúðinni, innréttingin og tækin voru ónýt vegna lélegrar umhirðu en gaman er að segja frá því að þetta litla eldhússkot er upprunalega þegar byggt var eða amk. á einhverjum tímapunkti salerni. Húsið var nefnilega á einum tíma gistiheimili og við drógum þá ályktun að stofan sem er frekar löng hafi verið gangur, þetta meikar mikinn sense miðað við hve spes veggirnir eru í kringum þetta rými en mikið er um litla bita úr loftinu.

Hér sést betur veggurinn sem við tókum að hluta í burtu til þess að opna aðeins betur inn í eldhúsið.

Þetta rými máluðum við, fjarlægðum eldhúsið, parketlögðum, lökkuðum gluggakarma og svalahurð auk þess að skipta um slökkvara og innstungur.

Forstofa og hol

Forstofan var máluð, skipt um slökkvara og innstungur, parketlagt, fataskápurinn tekinn í burtu og settur hvítur fataskápur sem nær hærra upp, þó ekki alla leið til hliðar en hluti af því þar sem sláin er, er í dag autt pláss fyrir kerru eða snaga t.d.

Við tókum ekki mynd þar sem sást í ósköp einfalda PAX fataskápinn frá IKEA þar sem að á þeim tíma sem myndirnar voru teknar voru hurðarnar uppseldar. Jú hurðarnar ætluðum við að kaupa rétt eftir mesta covid tímabilið hér á landi og líkt og þeir sem að þurftu að standa í framkvæmdum eftir það tímabil vita reyndist erfitt að fá hina ýmsu hluti í IKEA þá.

Baðherbergi

Við máluðum baðherbergið með frystihúsamálningu, skiptum um blöndunartæki á vask og í sturtu, skiptum um sturtuhengi í hvítt bómullarhengi og settum upp stálstöng. Tókum síðan spegilinn, ljósið og hilluna sem var fyrir ofan vaskinn og settum upp speglaskáp með ljósi í staðinn. Skipt var um klósettrellustöng, handklæðasnaga og settur upp klósettbursti á vegginn, auk þess var skipt um slökkvara, innstungu og viftu í lofti. Plaströrið undir vaskinum var síðan málað í sama lit og veggurinn til þess að það stæði ekki jafn mikið út úr.

Á þessum myndum sést vel munurinn á þeim hvíta lit sem var fyrir á íbúðinni og salthvíta sem er á herbergjunum. Hvíti liturinn á fyrri myndinni er fremur gulleitur en salthvíti mun hvítari.

Þvottahús

Við gerðum í raun ekki mikið fyrir þvottahúsið. Við máluðum með frystihúsamálningu, skiptum um og færðum hillu auk þess sem við settum upp þurrkgrind. Ég mæli ekki beint með þurrkgrindinni, hún nýtist okkur best til þess að þurrka það sem er á herðatré. Ef við byggjum hér áfram væri þetta það rými sem ég hefði viljað breyta meira seinna meir.

Allar myndirnar í færslunni tilheyra fasteignasölunni Byr. Ég fékk góðfúslegt leyfi eiganda fasteignasölunnar til þess að nota þær, enda eru þær eign fasteignasölunnar.

Þangað til næst

Afþreying á Akureyri


Ertu á leiðinni norður í sumarfrí og vantar hugmyndir að skemmtilegum áfangastöðum?
Nýlega fórum við Guðbjörg á Akureyri með krakkana okkar, sem eru á bilinu 8 mánaða til 6 ára. Við vorum frá morgni til kvölds með fulla dagskrá og fundum eitthvað sem hentaði öllum.

Daladýrð

Daladýrð er ótrúlega skemmtilegur dýragarður þar sem þú getur verið innan um dýrin, gefið geitunum að borða og klappað kanínum. Garðurinn er á stóru svæði og afgirtur , tvö niðurgrafin trampólín og risastór sandkassi ásamt þríhjólum og barna traktorum sem krakkarnir geta fengið að leika sér á án þess að foreldrar þurfi að hafa áhyggjur af því að börnin fari eitthvert sem má ekki fara. Garðurinn er frekar opinn að því leiti til að þú getur séð yfir allan garðinn svo það er nánast ómögulegt fyrir börnin að týnast þar.
Í Daladýrð er svo hægt að kaupa sér vöfflur og kaffi, svala og ís til að nefna dæmi.

Kaffi kú.

Kaffi kú er ótrúlega skemmtilegur staður til að fara með börn. Hægt varað sitja inni og horfa yfir beljurnar í fjósinu meðan maður sötraði á mjólkurhristing og fékk sér gómsæta vöfflu.
Á kaffihúsinu er líka lítið hús fyrir börn, stút fullt af dóti, litum og blöðum til að leika sér í ef þau verða eirðalaus á að sitja við borðið.
Hægt er svo að labba í gegnum fjósið hjá beljunum.

Jólahúsið

Minn draumastaður, í jólahúsinu er hægt að sjá grýlu og skoða endalaust af jólaskrauti. Húsið ætti ekki að fara framhjá þér þegar þú kemur að því, þar sem það lítur út eins og það sé tekið úr teiknimynd. Ég myndi segja að jólahúsið væri skyldu stopp fyrir jólabörn eins og mig sjálfa.

Sundlaugin á Akureyri

Sundlaugin á Akureyri hentar fyrir alla aldurshópa, þjónustan var upp á 10! Það er lítil laug með lítilli rennibraut fyrir yngri krakkana, rennibrautarlaug með þrem (að mig minnir) rennibrautum, stórir og góðir heita pottar og stór laug sem hægt er að synda í.

Verksmiðjan.

Verksmiðjan er veitingastaður sem er hægt að fá allt frá hamborgurum og pizzu yfir í rif og þorsk. Frítt er fyrir börn yngri en 6 ára að borða af barnamatseðlinum, lítið dýnuherbergi með sjónvarpi fyrir börn að horfa á teiknimynd, litir og litabók í boði fyrir krakka og ljúfengur matur fyrir alla.

Axelsbakarí

Hvað er betra en að stoppa í bakarí eftir góða sundferð? Já eða hafa góðan bröns á sólríkum sumardegi. Axelsbakarí er með eitthvað fyrir alla, gómsæta snúða, brauð, kökur og svo margt fleira.

Bíla“hacks“ fyrir ferðina

Nú hef ég verið í mömmubransanum í nokkur ár og hef fundið að bílferðir geta verið langdregnar og leiðinlegar fyrir krakka. Ég bý í Garðinum svo ferð til höfuðborgarinnar er meira að segja soldið bras en það sem ég hef fundið að léttir undir er.

*Hafðu nokkrar bækur innan handar fyrir börnin að skoða.

*Ef barnið þitt er botnlaust matargat eins og mín. Hafðu þá skipulagskassa í skottinu með ávaxtastöngum, cheerios+rúsínur í poka, svala/djús, skvísur og annað sem skemmist seint og er þægilegt að grípa í.

*Það er alltaf gott að hafa lítinn vatnsbrúsa við hendina.

*Alltaf hafa minnst eitt sett af fötum á allt liðið… maður veit aldrei hvað gæti skeð. (Þá meina ég mömmu og pabba líka)

*Sætis skipuleggjari er snilld! Ég á svona sem hægt er að smeygja spjaldtölvu í svo hægt sé að horfa á eitthvað.

*Ef þú átt snuddubarn – ALLTAF hafa auka snuð í hanskahólfinu.

*Bleyjur og blautþurrkur í skipulagsboxið… jafnvel ef þú ert ekki með bleyjubarn er gott að hafa alltaf blautþurrkur.

*Bílabingó er hægt að kaupa í flestum N1 stöðvum á sumrin og eru rosalega skemmtileg.

*Áttu gamalt dvd hulstur? Breyttu því í lita/föndur hulstur og hafðu í bílnum.

*Þetta er eitthvað sem á að vera í öllum bílum en alltaf hafa sjúkrakassa.