Mín upplifun af fæðingarþunglyndi

unnamed

Ég heiti Tanja og er 25.ára gömul, kærastinn minn og barnsfaðir heitir Egill.
Við eignuðumst okkar fyrsta barn þann 22.maí 2017, hann heitir Elías Egill.

unnamed (2)

Meðgangan gekk mjög vel nema á 30 viku þurfti ég alveg að hætta vinna vegna bjúgs á fótum. Þegar ég hugsa um meðgönguna í dag þá átta ég mig betur á því hvað ég var áhugalaus. T.d ef ég fekk gjöf, dót eitthvað sem tengdist Elíasi setti ég upp hamingju grímu. Mér fannst allt barna tengt frekar óspennandi og hafði í raun engan áhuga fyrir því.  Um leið og Elías Egill fæddist og var settur í fangið á mér hugsaði ég plís vill einhver taka hann. Brjóstagjöfin gekk erfiðlega og vildi Elías ekki sjúga og var latur. Ljósurnar uppá deild vildu að ég mundi pumpa mig og setja hann á brjóst á 3ja tíma fresti sem ég hafði engan áhuga á. Mér fannst ég vera bregðast Elíasi og öllum öðrum vegna þess að bjróstagjöfin gekk mjög illa. Við fengum loksins að fara heim eftir 4ra daga dvöl, en aðal ástæðan fyrir því hvað við vorum lengi var vegna þess að Elías vildi ekki taka brjóstið. Ég gafst upp á brjóstinu og gaf honum pela þegar heim var komið, ein besta ákvörðun sem ég gat tekið á þeim tíma og átti að berjast meira fyrir því uppá deild.

Þegar við förum með Elías í 9.vikna skoðun er ég látin taka próf sem allar konur  eru látnar taka. Þar sást greinilega að eitthvað væri að og fékk ég tíma hjá lækni á heilsugæslustöðinni. Ég mætti í þennan tíma og gjörsamlega brotnaði niður og læknirinn skrifaði uppá Sertral fyrir mig. Einnig hef ég fenigð tíma hjá sálfræðingi á 2ja vikna fresti sem mér finnst mjöög mikilvægt að boðið sé uppá á heilsugæslustöðvum.

Ég ELSKA son minn meira en allt og vil vera með hann, gera allt það sem ég get fyrir hann. En mitt fæðingarþunglyndi lýsir sér þannig að mér finnst ég ekki vera hæf til þess að vera mamma hans. Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera fyrir hann í ýmsum aðstæðum og það lét mér líða enn verr. Þegar systur mínar komu í heimsókn og fóru að leika við Elías, þá hugsaði ég, ég get ekki gert þetta. Ég vildi bara vera ein og í friði.

unnamed (1).jpg

Í dag er Elías Egill 5.mánaða og mér líður mun betur, Ég hef meiri áhuga fyrir öllu barnadóta tali og lít á framtíðina björtum augum og veit að mér muni batna einn daginn.

Ps. Þið verðandi mæður,ný orðnar mæður og allar mæður ef ykkur líður illa leitið ykkur hjálp strax! Við eigum ekki að skammast okkar, Við erum að ganga í gegnum allskonar tilfinningar sem við þekkjum ekki. Það besta sem ég gerði fyrir mig og son minn var að þyggja hjálpina þegar hún bauðst.

Tanja Kristóbertsdóttir

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: