Hægðatregða á meðgöngu.

Eins viðkvæmt umræðuefni og þetta er, er hægðatregða á meðgöngu svo algeng!
Hún er yfirleitt verst á síðasta þriðjungi meðgöngunnar en getur líka komið fyrr.

En hvað veldur hægðatregðu á meðgöngu?
Þarmahreyfingar minnka vegna áhrifa hormónsins prógestróns(kynhormón sem er oft kallaður meðgönguhormón) sem eykst þegar konur verða óléttar.
Svo er líka aukin upptaka vökva úr hægðum þar sem óléttar konur þurfa á meiri vökva að halda.
Hægðatregða getur líka komið útaf hreyfingarleysi eða ef þú borðar ekki trefjaríka fæðu.

Hvernig veit ég að ég sé með hægðatregðu?
Ef það líða nokkrir dagar á milli þess sem þú hefur hægðir, ef það er sárt að hafa hægðir, ef þér líður eins og þér sé enþá mál eftir að hafa verið ný búin á klósettinu, ef maginn er uppþembdur (geta oft fylgt verkir)…Þetta eru til dæmis einkenni hægðatregðu.

Hvernig get ég komið í veg fyrir hægðatregðu?
Borða trefjaríka fæðu, þú færð trefja til dæmis úr ávöxtum og grænmeti, grófu brauði og rúgbrauði, múslí, sveskjum og rúsínum, sveskjusafa, All-Bran og haframjöli.
Drekka nóg af vökva! til að fá nægan vökva þarftu að drekka að minnsta kosti 2-3 lítra af vökva á dag og auðvitað er vatn alltaf best.
Hreyfing, reyndu að fara í sund eða göngutúr annan hvorn dag í sirka hálftíma til að bæta meltinguna.
Farðu á klósettið ef þér er mál. Ekki fresta klósett ferðunum, ef þú heldur í þér dregur líkaminn enþá meira vatn úr hægðunum og þær verða harðari og það verður ennþá erfiðara að koma þeim frá sér.

Ég vona að þetta hjálpi einhverjum sem er að eiga í vandamálum með þetta.
Mundu líka að þetta er ekkert til að skammst sín fyrir og ef ekkert gengur farðu þá til læknis því verkirnir sem fylgja þessu geta orðið svo rosalega vondir!

Saga logo


Constipation during pregnancy

As sensitive as this subject is, constipation during pregnancy is so common!

It’s usually worst during the third trimester of pregnancy.

But what causes constipation during pregnancy?

bowel movements decreases due to the effect of the hormone progestron (gender hormone that is often called the pregnancy hormone) that increases when women become pregnant.

There is also increased absorption of fluids from the stools because pregnant women need more fluids than women who aren’t pregnant.

Constipation may also come if you don’t exercise or if you do not eat fibrous foods.

How do I know I’m constipated?

Signs of constipation: If there are several days between stools, if it hurts when you poop, if you feel like you hav to go to the bathroom when you just went, if your stomach is bloated (can often be follwed with pain)

How can I prevent constipation?

Eat fibrous foods, for example, you get fiber from fruits and vegetables, coarse bread and rye bread, muesli, prunes and raisins, prune juice, all-bran and oatmeal.

Drink plenty of liquids! To get enough fluid, you need to drink at least 2-3 liters of liquid per day and of course water is always the best option.

Exercise, try swimming or walking every other day for about half an hour to improve digestion.

If you have to go,GO!. Do not postpone the toilet trip, if you hold the stools in to long the body will begin to take more fluids from the stool and your trip to th bathroom becomes even harder.

I hope this helps someone who is having this problem.

And remember that this is nothing to be embarrassed about! And if nothing works, go to a doctor because of the pain that may follow this can be so bad!

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: