Ráð til að auka mjólkurframleiðslu

Hæ allir enn og aftur, í dag langaði mig að tala um eitt og gefa ykkur smá ráð um hvernig maður á að auka mjólkurframleiðslu! Það er ekkert mál að fá mjólk en það er nefnilega svaka vesen að viðhalda mjólkinni. Ef þig langar að auka mjólkurframleiðsluna þá verðuru að skilja hvernig mjólkin framleiðis, þegar þú ert búin að átta þig á því þá eru meiri líkur á að þú gerir réttu hlutina sem passar best fyrir þig og litla krílið.

8C0C9886-32A8-4C10-85DC-2B9C1AFA868B.jpegMálið er þannig að ef þig langar að auka mjólkurframleiðisluna þá verður þú að fá út eins mikla mjólk og þú getur og á mjög stuttum tíma líka, bara leyfa barninu að tæma þig eins oft og hægt er. Það er hægt að “púmpa” sig líka og tæma sig þannig en pumpan fær ekki út jafn mikla mjólk og barnið sjálft gerir. Þannig þú gætir pumpað þig á einu brjóstinu og láta barnið vera á hinu á meðan og skipta svo um brjóst til að leyfa barninu að tæma út nánast alla mjólk þú ert með. Hérna eru mín bestu ráð sem ég get gefið:

  • Farðu í “mjólk-mission” (vertu upp í rúmmi með barnið í 2 daga og hafðu nánast brjóstið upp í krakkanum 24/7)
  • Skiptu um brjóst allavegana 4 sinnum því stundum þá missir barnið áhugann á einu brjóstinu en tekur gott á móti hinu brjóstinu.
  • Ef barnið er undir 6 mánaða, reyndu að sleppa pelanum. Ef barnið er eldra en 6 mánaða þá getur þú gefið barninu brjóst fyrir og eftir fasta fæðu.
  • Farðu vel með mömmuna. Slappaðu af og drekktu mikið af vatni. ( að drekka mikið vatn aukar ekki mjólkurframleiðsluna en er samt mjög mikilvægur hlutur fyrir mömmuna )


F808E2A5-F416-42E3-A4AF-6E4D680FAB55Það eru margar konur sem halda að þær framleiða ekki nógu mikla mjólk  þegar þær eiginlega framleiða nógu mikla mjólk. Það er mikilvægt að hafa í huga að:

  • Barn sem er á brjósti þarf að borða oftari en barn sem drekkur stoðmjólk vegna þess að brjóstamjólk meltir sig á 1,5-2 tímum. 
  • Barnið drekkur ekki jafn lengi og það gerði áður.( þegar barnið stækkar þá verður það miklu betri í sugunarprossessinu og þarf þess vegna ekki jafn langann tíma til að gera sig saddan)
  • Ef brjóstin á þér hætta að leka þá þýðir það ekki að mjólkurframleiðslan sé lítil

Ef brjóstin virðast mjúk þá þýður það heldur ekki að mjólkurframleiðslan sé lítil vegna þess að líkaminn þinn venjist þeirri mjólk sem barnið þarf.92110179-D658-4297-AB53-E6FA3AD74774

Ég mæli með nefúða sem heitir Sintocinon en hann á að hjálpa mjólkinni að fara út úr brjóstinu og gerir það léttara fyrir barnið að sjúga ef þú ert með litla mjólk. Þessi nefúði hjálpaði mér alveg helling!

Maríanna Ósk.

snapchat/instagram: Mariannaoskh

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: