Við Silli erum að fara halda uppá áramótin bara tvö saman og ætlum að prufa í fyrsta skiptið að elda hátíðarmat! Erum ótrúlega spennt fyrir því hvernig allt mun heppnast!
Ég var í fyrsta skiptið að gera einhvern annan eftirrétt en súkkulaðiköku, hann heppnaðist alveg ótrúlega vel og mig langar að deila með ykkur uppskriftinni.
Það sem þú þarft:
- 5Dl rjómi
- 1Msk hunang
- 2Msk vanillusykur
- 1 vanillustöng
- 80g saxað hvítt súkkulaði
- 2plötur matarlím
Aðferð:
- Þú byrjar á að setja matarlímsplöturnar í skál af vatni, þær þurfa ligga í bleyti í minnst 5mínutur.
- Blandar í pottinn rjómanum, hunanginiu, vanillusykrinum, súkkulaðinu og vanillustönginni (skerð hana opna og notar kornin innan úr henni, ekki setja stöngina sjálfa í pottinn).
- Kveikir undir pottinum (ég hafði hann stilltan á 2 af 3), hrærir vel í pottinum þar til það er farið að rjúka úr honum og þetta er nánast komið við suðu(ekki samt láta suðuna koma upp) og tekur þá pottinn af hellunni.
- Tekur svo matarlímsplöturnar og kreistir allan auka vökva úr þeim, setur þær svo í pottinn og hrærir vel í honum þar til plöturnar eru bráðnar.
- Hellir svo í glös eða einhver falleg ílát og setur inn í kæli í minnst 3 klst eða þar til þú getur snúið glasinu án þess að þetta leki úr.
- Svo má alltaf skreyta með súkkulaði eða hindberjasósu, ég notaði jarðaber,súkkulaði spænir og súkkulaði skraut.
Ég sýndi á snapchat hvernig ég gerði súkkulaði skrautið og ætla skrifa líka eld snöggt um það.
Það sem þú þarft:
Súkkulaði
Aðferð:
- Ef þú ert með súkkulaði plötur þarftu að saxa þær niður, þess vegna finnst mer best að nota spænir!
- Setur súkkulaðið í skál og inn í örbylgjuofninn í 30 sek,tekur út og hrærir í súkkulaðinu. Það gæti sýnst fyrst þegar þú tekur það út að það hafi ekkert bráðnað en þegar þú hrærir í skálinni sérðu að það var meira bráðið en það virtist
- Endurtaka fyrra skref 1-2 í viðbót eða þar til súkkulaðið er að mestu bráðið. Ekki hita í meira en 30-40 sek því annars gætiru brennt súkkulaðið eða skemmt það.
- Settu núna súkkulaðið í lítinn plastpoka og klipptu smá af horninu á pokanum þannig þú ert búin að búa til sprautu.
- Sprautaðu súkkulaðinu eins og þú vilt að skrautið verði á bökunarpappír og biddu þar til það kólnar, þegar súkkulaðið byrjar að kólna harðnar það aftur
Svo er það bara borða og njóta✨
Gleðilega hátíð og takk fyrir árið sem er að líða✨