Fæðing Ólafíu Selmu.

Þetta var fallegasti dagur sem ég hef nokkurn tíman upplifað! Meðgangan gekk alveg hræðilega en fæðingin var alveg eins og í sögu.

29. Janúar fer ég í mæðravernd og fékk að vita að blóðþrýstingurinn væri að rjúka upp og að það hafi fundist töluvert af próteini í þvaginu hjá mér. Ég var þá send uppá landspítala sama dag í meiri skoðun og átti að fá tíma í gangsettningu. Við vorum að búast við því að það væru nokkrir dagar í að við fengjum tíma en ákváðum samt að taka spítalatöskuna og bílstólinn með.

Þegar við komum upp á landspítalan var ég sett strax í monitor, Ólafía hafði það alltaf fínt alla meðgönguna sama hvað gekk á. Þegar ég var í monitornum fór ég að gráta því mér leið svo illa, ég var með svo mikin höfuðverk að ég var farin að fá sjóntruflanir, bjúgurinn á fótunum var orðinn svo mikill að það var vont að vera í sokkum og mér var orðið rosalega óglatt þannig ég fékk ælupoka.

Meðan ég er í monitornum kemur kona til min, mig minnir að hún hafi verið ljósmóðir, og segir sér ekki lítast á hvernig ástandið á mér væri og ætli þvi að tala við lækni um gangsettningu.

Ég var enþá alveg róleg því ég var alveg viss að þó læknir myndi samþykja gangsettningu, væri það ekki fyrr en eftir nokkra daga. Konan kemur aftur inn og segir við mig að þau vilji hefja gangsettningu…strax.

Við Silli sitjum fyrir framan fæðingardeildina og ég er enþá að átta mig á því að það sé loksins að fara koma að þessu! Að þegar ég labba út af spítalanum er ég að fara labba út með barnið mitt!

Við fáum svo loksins herbergi sem var lítið og kósý en ekkert bað..og svo byrja töflurnar að koma! Ég átti semsagt að taka inn 8 töflur á 2 tíma fresti í 2 lotum eða þangað til hríðarnar myndu byrja og ef þær myndu svo ekki byrja yrði gert belgjarof. Ég fékk strax samdrætti eftir fyrstu 2 töflurnar og ákvað þá að leggja mig, svo þegar ég vakna eru allir verkir dottnir niður, ojj hvað mér fannst það svekkjandi!!

Ég var mjög kvíðin fyrir fæðingunni og ég var rosalega heppin að hafa Silla með mér þarna til að dreyfa huganum.

Töflurnar héldu áfram að koma og ekkert skeði.. allt í einu var fyrsta lotan búin og kominn nýr dagur! Þá þurfti ég að bíða í nokkra tíma eftir að geta haldið áfram.

Önnur lotan byrjaði svo og ekkert var að ske. Um 21:00 leitið var Okkur var farið að líða hálf óþægilega að vera lokuð þarna inni þannig við ákváðum að taka labbítúr um landspítalan. Þegar við vorum að labba hjá barnaspítalanum segi ég við Silla að ég sé núna tilbúin að fara klára þetta, við löbbum svo 2x upp tröppurnar úr kjallaranum og á 3 hæð og örugglega um 10 ferðir langa ganginn. Rétt fyrir 11 fann ég svo fyrir fyrstu verkjum, ég var samt alveg viss að þeir myndu detta niður eins og þeir höfðu alltaf gert áður.

Verkirnir urðu meira og meira reglulegir og vondir. Um miðnætti sendi ég Silla út í sjoppu að kaupa hamborgara handa mér, á meðan hann var úti fékk ég að skipta um herbergi og fekk þá herbergi með baði.. þá byrjuðu verkirnir virkilega að versna!

Á þessum tímapunkti held ég að feitabollan innra með mér hafi aldrei skínt jafn bjart! Ég var með glaðloftið í annari hendinni í gegnum verkina og þar á milli var ég japplandi á hamborgaranum.. mér leið svo ótrúlega vel!

Eftir hamborgaran fæ ég að fara í baðið! Vá hvað það var gott, ég var svo létt! Ég hringdi í mömmu sem kom svo til okkar. Baðið endist í góðan hálftima, þá þurfti ég allt i einu að fara á klósettið. Það var byrjað að blæða hjá mer þannig mér var bannað að fara aftur í baðið, það var þá tjékkað á útvíkkuninni sem var bara í 3.

Ég ákvað þá að reyna hvíla mig inn á milli hríða. Verkirnir voru orðnir rosalega vondir þannig ég fekk morfín sprautu og sobril, ljósan kom með blautan þvottapoka og setti á ennið á mér.

Tíminn leið svo fljótt allt í einu! Það var aftur tjékkað á útvíkkuninni og það var sagt að ef ekkert væri breytt þyrftu þær að sprengja belginn, þegar þær kiktu var ég komin með 8 í útvíkkun! Rétt eftir að það var kíkt á útvíkkunina missti ég vatnið, vá hvað það var skrítið! Það fór allt í einni gusu.. þarna öskraði ég á ljósmóðirina að gefa mér hel*itis mænudeyfinguna, en það var orðið allt of seint fyrir það..mér leið eins og 5 mínutur hafi liðið á milli frá því ég missti vatnið og þegar ég byrjaði að rembast. Ólafía var víst á mikilli hraðferð að komast út því það tók okkur ekki nema 4 rembinga að koma henni í heiminn❤

Tilfinningin að fá hana loksins í hendurnar var ólýsanleg! Að heyra hana gráta í fyrsta skiptið, að fá loksins að halda á henni. Ég hef aldrei á ævi minni fundið fyrir svona mörgum tilfinningum í einu!

%d bloggurum líkar þetta: