
Kátt á Klambra er sérstaklega hannað fyrir börn en þar er meðal annars hægt að skipta frítt á bleyjum, barna nudd og sér afgirt svæði til að gefa á brjóst í ró og næði.


Dagskráin er stútfull það er meðal annars boðið uppá graffitikennslu, sirkuskennslu, dans, jóga, rokkneglur, föndur, húllafjör, og fullt af skemmtiatriðum á hátíðarsviðinu, eins og Jói Pé og Króli, Frikki Dór, Emmsjé Gauti, Ronja Ræningjadóttir og margt margt fleira. Þannig allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi en hátíðin er ætluð börnum á aldrinum 0-13 ára.Jóna Elísabet Ottesen var á Secret Solstice árið 2015 meðrúmlega eins árs dóttur sinni, þegar hugmyndin af barnahátíðinni kviknaði upp hjá henni. Jóna sagði svo Valdísi Helgu Þorgeirsdóttur frá hugmyndinni og það sumar hófu þær hugmyndavinnu fyrir hátíðina sem var svo haldin í fyrsta sinn sumarið 2016. Þær Jóna og Valdís halda um hátíðina ásamt Hildi Soffíu Vignisdóttur.

Í fyrra var þrusumæting, hér getið þið séð myndband frá hátíðinni í fyrra.
Við mælum með því að allir sem hafa tök á að mæta komi með piknik teppi og njóti dagsins með fjölskyldunni.
Þessi færsla er ekki kostuð en unnin í samstarfi við Kátt á Klambra
You must be logged in to post a comment.