Hvað á ég að mauka?

Já mér líður líka eins og það sé bara korter síðan Ólafía fæddist, en nú fer að styttast í það að hún verði sjö mánaða! Já sjö mánaða! Byrjuð að babbla, borða, standa(með hjálp) og berst við að læra skríða.

Það var svo auðvelt að stökkva bara út í bónus og kaupa skvísur fyrir hana, þurfa ekkert að standa í vinnuni við að gera maukinn. Fyrir um viku eða tveimur gaf mamma mér maukara, það kom mér á óvart hvað þetta var lúmskt gaman að gera sjálf og ekki skemmdi það fyrir að þetta var mikið ódýrara.

Ég byrjaði á að mauka bara sætarkarteflur, en hafði ekki hugmynd um hvað ég ætti að bæta við næst eða hvað væri gott saman.

Hér eru nokkrar hugmyndir af maukum fyrir barnið❤️

 • Sætarkarteflur, epli& bláber (Ólafía mælir með)
 • Avocadó&banani
 • Sætarkarteflur& gulrætur
 • Bananar, mangó& sveskjur
 • Brokkólí&blómkál
 • Bláber,epli& bananar
 • -Við höfum bleytt upp í maukinni með þurrmjólk og smjöri en líka hægt að nota stoðmjólk eða brjóstamjólk.
 • -það er ekkert barn eins og sumum börnum hentar betur að hafa þynnra mauk en þykkara og öfugt.
 • Svo höldum við áfram að prufa okkur áfram.
 • Ef eg hef verið á ferðinni finnst mér mjög þægilegt að hafa með mér skvísur og mæli 100% með Ella’s kitchen skvísunum.
 • -þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi-
 • %d bloggurum líkar þetta: