Þrifatips

  1. Límrúlla -Notaðu límrúllu til að taka ryk af lömpum, borðum, sófum, gardínum og þar sem þú getur. Rykið festis allt við límrúlluna en þegar þú notar fjaðurkúst eða tusku ertu oft að dusta rykinu í loftið sem sest svo aftur á húsgögnin.
  2. Kaffipokar -Notaðu kaffipoka til að þrýfa glugga og speglana þína til þess að koma í veg fyrir rákir. Blandaðu 1/4 edik í 3/4 vatn, spreyaðu aðeins á gluggan eða spegilinn og notaðu svo kaffipoka til að þurrka.
  3. Matarsódi -Stráðu smá matarsóda í íþróttaskónna eftir æfingu til að „fríska“ aðeins upp á lyktina, og meðan þú ert að því prufaðu líka að strá smá íþróttatöskuna
  4. Stíflueyðir -Önnur not fyrir matarsóda, þegar þú tekur eftir að niðurfallið sé aðeins farið að stíflast, sturtaðu þá hálfum bolla af matarsóda í það og hálfum bolla af ediki. Settu svo blauta tusku yfir meðan lausnin freyðist, bíddu svo í 5 mínútur og helltu þá heitu vatni ofan í. Virkar fullkomnlega!
  5. Tannkrem -Áttu skó sem voru hvítir og eru orðnir grá brúnir? Skrúbbaðu þá með tannkremi! Þú getur líka notað tannkrem til að þrýfa kranan við vaskinn.
  6. Þrýfa blandaran -fylltu blandaran af vatni, settu svo smá uppþvottalögur í hann. Kveiktu svo á blandara um í nokkrar sekúndur, skolaðu svo með heitu vatni og volia! Blandarinn hreinn.
  7. Að halda hvítum þvotti hvítum -til að halda hvítum þvotti hvítum, skelltu smá matarsóda með í þvottavélina
  8. Brenndir pottar eða pönnur? -Það hafa örugglega allir lennt í því að gleyma sér aðeins þannig sósan brann aðeins við pottinn. Til að þrýfa hálf fylltu pönnuna eða pottinn með vatni, bættu svo 1dl af edik í, leyfðu suðunni að koma upp og taktu af hellunni. Bættu svo um 2 matskeiðum af matarsóda í og leyfðu að kólna, þá er ekkert mál að þrýfa brenndu sósuna burt!
  9. Kattar eða hundahár? -þetta vildi ég að ég vissi áður en við losuðum okkur við gamla sófann okkar! Til að ná hárunum frá gæludýrunum úr sófanum, bleyttu uppþvottahanska og renndu svo með honum yfir, hárin ættu að festast við eins og segull.
  10. Tyggjó í föt -til að ná tyggjó úr fötum, skelltu flíkinni í frysti í nokkra klukkutíma. Það er MIKIÐ léttara að ná frosnu tyggjói úr flík!


%d bloggurum líkar þetta: