Meðgöngu kláði er mjög algengur og kemur oftast á seinasta þriðjungnum. Oft ekki hægt að útskýra afhverju hann er.
Á meðgöngunni með Ólafíu fekk ég svona kláða, ég gat ekki sofið, gat ekki verið í fötum, gat ekki farið í sturtu og gat varla hreyft mig. Það skipti ekki máli hvað ég gerði mig klægjaði ENDALAUST. Á einum tímapunkti hélt ég að ég myndi klóra af mér húðina.
Ég fór á allskonnar lyf sem gerðu mig bara þreytta en hjálpuðu ekki við kláðanum. Í eitt skiptið svaf ég í 16 klukkutíma.. með klósett pásum auðvitað.
Hér langar mig að deila með ykkur nokkrum ráðum sem gætu hjálpað við kláðan.
- Nota milda sápu og eins lítið af henni og þú kemst upp með, muna svo að skola hana vel af!
- Ganga í víðum fötum ekki úr gerviefnum til að koma í veg fyrir svitamyndun.
- Ekki fara í heitt bað eða sturtu, reyna hafa vatnið volgt.
- Rakakrem! Oft er kláði útaf þurri húð.
- Sofa í svölu herbergi með þunna ábreiðu.
- Hafrabað!!! Hér er linkur