Hvernig ég hætti að naga neglurnar!

Nei nú verð ég að segja ykkur frá undra efni sem kallast Mavala Stop!

Þau sem hafa verið að fylgjast með mér alveg frá byrjun vita það að ég var og er nagla sjúk! Ég keypti mér fullan kassa af gelum, naglaþjölum og allskonar fínerí og ákvað að læra gera á mig neglur sjálf sem ég hefði nú heldur betur frekar mátt sleppa. Eitt ár af nýjum nöglum á viku fresti, endalaust verið að pússa fór virkilega illa með neglurnar mínar, en þetta hefði ábyggilega farið illa með flest allar neglur.

Ég er búin að vera í basli núna í fleiri vikur því neglurnar mínar hafa ekkert náð að vaxa eftir þessa meðferð hjá mér á þeim. Þær byrjuðu að brotna svo ég nagaði alltaf restina af nöglunum burt til að reyna jafna þær meira út, meikar sens er það ekki? Ef ein nögl brotnar að naga þá allar alveg niður.

Fyrir nokkrum vikum byrjaði ég að nota Mavala stop og Mavala Scientifique K+ sem ég fékk í gjöf frá Hemma mínum.

Ég skal alveg viðurkenna að ég hafði enga trú á þessu til að byrja með en sá svo með hverjum degi hvað þetta var að gera fyrir neglurnar mínar.

Ég setti Mavala stop á mig á tveggja daga fresti því ég vildi vera viss um að efnið væri á mér allan tímann svo ég væri ekki að stelast í að naga. Ég nagaði neglurnar í eitt skiptið, sem var eiginlega alveg næstum því óvart, eftir að ég setti þetta á mig. En það sem Mavala stop gerir er að þegar þú reynir að naga neglurnar kemur rosalega sterkt biturt bragð sem varir í svolítinn tíma, lyktin af því er svipuð og af naglalakki en þegar það þornar er engin lykt.

Mavala Scientifique K+ notaði ég svo til að styrkja neglurnar sem ég var búin að pússa alveg í gegn, og ég er ekki að djóka þegar ég segi að ég hafi séð mun strax og þetta var komið á. Nei neglurnar þykktust ekki um marga millimetra á sekúndubroti en strax og efnið var þornað sá ég augljósan mun og það tók ekki nema eina viku fyrir neglurnar að vaxa þannig ég gæti loksins klórað mér almennilega.

%d bloggurum líkar þetta: