Ég þekkti ekki barnið mitt.

Þegar ég labbaði inn á fæðingarstofuna hafði ég ákveðna hugmynd um hvernig fyrstu mínúturnar með dóttur minni myndu vera. Mér fannst ég þekkja hana svo vel þegar ég gekk með hana, hún stækkaði og þroskaðist í kviðnum hjá mér, ég fann fyrir fótunum og höndum þegar hún var að teygja úr sér.

Mér leið eins og við værum strax tengdar, ég og hún, því hvernig gátum við ekki verið það?

Hún nærðist á því sem ég borðaði og sparkaði á móti þegar ég potaði í magan, við vorum eitt.

Fyrstu mínúturnar sem ég hélt á henni, gat ég ekki hætt að gráta, hún var svo falleg og ég vissi það strax að ég myndi aldrei elska neinn jafn mikið og hana.

Fyrstu nóttina okkar þá grét hún og ég grét líka. Ég grét af því ég fattaði þá að ég þekkti hana ekkert, ég vissi fullvel að þetta væri barnið mitt og vissi að ég elskaði hana en eg vissi ekki hver hún væri.

Ég starði í augun á henni dögum saman og fannst hún svo ókunnug.

Ég stökk beint á þá hugsun að ég hlyti að vera með fæðingaþunglyndi, hvaða mamma þekkir ekki barnið sitt? Sérstaklega eftir að hafa gengið með það í 9 mánuði.

Kæra móðir, ef þú ert að lesa þetta þá þarftu ekki að hafa áhyggjur að þú sért ein.

Það eru margar mæður sem hugsa það sama, það tekur tíma að fá að kynnast barninu sínu og það tekur tíma fyrir barn að móta persónuleika. Njóttu þess að fá að kynnast litla krílinu, njóttu þess að geta legið og kúrt með barninu og njóttu hvers einasta dag, því tíminn er ótrúlega fljótur að líða.

Ef þú hefur áhyggjur að þú sért með fæðingarþunglyndi er hérna Linkur sem gæti nýttst þér.

%d bloggurum líkar þetta: