Gjafir fyrir hann|Hugmyndir

Núna eru nokkrir dagar í bónda daginn og ég veit að margir eru enþá alveg lost hvað þeim langi að gefa bóndanum sínum í gjöf, svo mér fannst tilvalið að taka saman smá lista hérna fyrir ykkur.

REF styling wax

Frábært vax með miðlugs ljóma, fullkomið fyrir þær hártýpur sem þurfa aðeins sterkara vax til að halda hárinu fínu yfir daginn

REF rough paste

Hentar öllum hártýpum, heldur vel, auðvelt að vinna með og gefur hárinu matt útlit.

REF hair and Body shampoo

Þessi er algjör snilld! Sulphate frítt sjampó með efnum úr jurtum sem eru sérstaklega valin til að vernda, styrkja og bæta við raka fyrir bæði líkama og hár. Sjámpóið örvar hársvörðinn, kemur í veg fyrir bólgur í hársverði og dregur úr bakteríum í hársverði(kemur samt ekki í veg fyrir lús) ásamt því að það hindrar öldrun á hári!

American Crew liquid wax

Frábært vax sem er auðvelt í notkun, hefur miðlungs styrk og hárið glansar það verður svo flott.

American Crew protective shave foam

Góð og rakagefandi froða fyrir rakstur sem bæði róar húðina og dregur úr ertingu í húðinni.

Golden beards vörurnar

Það er rosalega flott úrval á harvorum.is af skegg vörum. Ég á nokkra vini sem hafa talað um þessar vörur við mig og mæla virkilega mikið með þeim. Til dæmis skegg sjampóin hreinsa vel og hjálpar skegginu að haldast flókalausu, auk þess er alveg guðdómleg lykt af þessum vörum. Mæli með Toscana línunni(sjúklega góð lykt)!

Gjafabréf í klippingu á modus

Get ekki mælt nógu mikið með þessari gjöf, starfsfólkið á modus er svo skemmtilegt og þægilegt, það var algjört mömmufrí að komast í klippingu þangað og það var dekrað mig svoleiðis í döðlur.


vörurnar er hægt að fá á hágreiðslustofunni modus(mín uppáhalds stofa) eða á harvorur.is


%d bloggurum líkar þetta: