Elsku tengdamamma

Þar sem konudagurinn er í dag langaði mig til þess að skrifa færslu til einnar sérstakrar konu í lífi mínu. Nú get ég setið og þakkað báðum konunum sem komu að því að ala mig upp en til þess er mæðradagurinn. Og þar sem ég er ekki samkynhneigð, á ég heldur ekki konu til þess að gleðja. En ég hef þó eina konu sem mér finnst ég aldrei geta orðið nógu þakklát fyrir. Og það er tengdamóðir mín.

Það að vera tengdamóðir tel ég að gæti mögulega verið eitt af erfiðustu hlutverkum lífsins. Það að þurfa að gefa son sinn eða dóttur til einhvers annars aðila sem ætlar að eyða ævinni með barninu þínu getur ekki verið auðvelt hlutverk. Þótt það sé hægt að þræta um það auðvitað, þá hlýtur þetta að vera eitt af þessum stundum sem þú sérð að litla barnið þitt sé að vaxa og naflastrengurinn sé að slitna. Það að litla barnið manns sé búið að velja sér lífsförunaut merkir einnig að sé liggur við skrifað í skýjin að þú þurfir að vanda þig við að koma ekki upp einhverskonar eldi í sambandinu, bæði þíns og barnsins þíns og einnig hjá þeim turtildúfum. Það geta nefnilega komið upp vandræði í sambandi fólks þegar reiði er til staðar við foreldra maka þíns, maki þinn vill hvorki heyra möður sína tala illa um manneskjuna sem hann elska né makann sinn tala illa um móður sína.

En hvernig verður maður góð tengdamóðir? Nú hefur maður heyrt hræðilegar sögur af konum sem voru bara alls ekki til í að sleppa unganum úr hreiðrinu og á tímabili var ég alveg hrædd við tengdamóður mína. Mér var svo mikið um að henni myndi líka vel við mig að það var orðið of mikið fyrir mig að hugsa um, þangað til að ég tók mig til og varð bara ég. Með að vera góð tengdamóðir er sú tengamóðir sem dæmir þig ekki áður en hún kynnist þér almennilega. Það að vera góð tengdamóðir er móðir sem stendur á bak við bæði þig og barnið sitt. Að vera góð tengdamóðir er sú kona sem ræktar samböndin við alla meðlimi fjölskyldunar þinnar.

Ég tala nú ekki um samband a milli tengdadóttur og tengdamóður þegar við bætist fjölskyldumeðlimur. Þetta getur farið á allskonar vegu en þær algengustu sem ég hef heyrt um eru þær að annaðhvort skal tengdadóttirin fara algjörlega eftir því sem tengdamóðirin leiðbeinir eða þá er tengdamóðirinn hið harðasta bakland á bak við nýbakaða foreldra. En munum eftir því að nýja viðbótin í fjölskyldunni er nýr karakter og þarf ekkert að vera eins og foreldrarnir í skapi. Þar tala ég af eigin reynslu! En hvað sem á reynir eru tengdamæður yfirleitt þær sem er best að biðja um leiðbeiningar þegar kemur að uppeldi barna. Ég held að mín tengdamóðir fari að setja númerið mitt á svarta listann ég hringi svo oft í hana.

En til þessa að vera góð tengdamóðir þarf einnig að vera opin fyrir uppeldi maka barnsins þíns. Hér er komin annar einstaklingurinn í fjölskylduna sem er kannski alinn upp í öðru landi, annarri stétt heldur en þið (eins ömurlegt og það er að taka það fram) og jafnvel úr talsvert stærri fjölskyldu. Jafnvel er tengdadóttirinn/sonurinn með greiningar, ADHD sem dæmi er algengt ásamt öðru. En í mínu tilfelli er athyglisbrestur á agætu stigi og kaffibollarnir eru óteljandi heima hjá mér. Mín tengdmóðir hlær nú meira af því heldur en sonur hennar.

En í endann eru tengdamæður þær konur sem ólu upp makann okkur og fyrir það ættum við að vera þakklát fyrir. Þetta er manneskjan sem kom þeim sem við ætlum að eyða lifinu okkar með í heiminn.

Svona í blá lokin ætla ég að skella inn nokkrum kveðjum fra tengdadætrum til tengdamæðra sinna sem eg fekk sendar. Takk elsku tengdamæður !

Ég verð tengdamömmu minni ævinlega þakklát fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig og börnin mín! Ég gæti ekki án hennar verið ❤

Ég vil þakka tengdamömmu minni fyrir að hafa tekið dóttur minni eins og einu af barnabörnunum sínum, það er okkur mæðgum ómetanlegt. Dóttir mín var 13 ára þegar hún kom inn í líf tengdaforeldra minna, og hefur verið hluti af fjölskyldunni síðan 💕

Við tengdamamna höfum ávallt verið góðar vinkonur og ég gæti ekki óskað mér neina aðra en hana. Mamma mín hvaddi þennan heim fyrir 11 árum síðan og hefur tengdamamma mín verið eins og mamma mín. Þykir ótrúlega vænt um hana.

Ef að ég hefði kynnst minni tengdamömmu (sem dó fyrir 25àrum) þà hefði ég þakkað henni fyrir að kenna syni sínum að taka lífinu eins og það er.

Tengdamóðir mín hefur alltaf gert allt til að hjálpa mér. Ég var 17 ára þegar ég varð ólétt og hún tók mig að sér þar sem að mamma mín bjó ekki á landinu.
Hún varð hin mamma mín frekar en tengdamamma, 10 árum og tveimur börnum seinna er ég skilin við son hennar.
En hún hefur alltaf staðið með mér! Hún hefur alltaf sett barnabörnin sín í fyrsta sæti og hjálpað mér í gegnum erfiða tíma. Ég veit ekki hvernig ég færi að án hennar. Ég er svo óeandanlega þakklát fyrir hana og allan hennar stuðning í gegnum árin

Ég vill þakka tengdamóður minni fyrir að hafa setið hjá mér og stutt mig þegar ég reyndi að gefa nýfæddum syni mínum brjóst. Ég var með djúp sár á báðum geirvörtum og sársaukinn var ólýsanlegur, ekki síður sársaukinn í hjartanu að geta ekki, að mér fannst sinnt barninu mínu á þennan hátt. Hún tók fast utan um mig og huggaði mig og sannfærði mig um að ég væri góð móðir þrátt fyrir þetta og ég ætti að hætta að pína mig. Takk elsku tengda mamma mín.

Þessi skilaboð fekk eg send a messenger fra tengdadætrum ut um allt.

————————–

Siðast enn síst langar mig til að þakka tengdamóður minni fyrir hvað hún hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu.

Kæra tengdmamma, takk fyrir eina bestu gjöf lífs míns. Þú gafst mér föður barnanna minna, þú gafst mér mann sem tekur mér og öllum mínum göllum. Takk elsku tengdamamma, því þú gafst mér manninn sem kenndi mér að elska.

%d bloggurum líkar þetta: