REF maskinn og dagkremið- mín reynsla

Þessi blanda af vörum hefur gjörsamlega bjargað húðinni minni.

Alveg frá því ég var krakki hef ég átt erfitt með að finna vörur sem henta minni húð, þær annað hvort brenndu mig eða virkuðu ekki.

Ég var búin að gefa upp alla von og sætti mig lengi við það að ég þyrfti bara nota þungan farða yfir húðina til að fela allar bólur.

Ég gerði mér ekki upp neinar vonir um að þessar vörur myndu virka neitt frekar en eitthverjar aðrar sem ég hafði prufað, en útkoman var mögnuð!

Ég er með frekar blandaða húð, feit á sumum stöðum og á öðrum svo þurr að ég flagna. First impression á dagkremið var virkilega góð, húðin varð alveg mjúk og hélst mjúk allan daginn. Svæðin sem voru byrjuð að flagna fóru minkandi og á viku voru þurrkublettirnir alveg farnir. Ég myndi segja að þetta dagkrem myndi henta öllum húðtýpum, olíu miklum, þurrum og blönduðum.

Ég er búin að nota þetta dagkrem í að verða komnar 4 vikur og húðin verður bara betri og betri.

Eins og ég sagði frá í byrjun að þá hefur verið mjög erfitt að finna vörur sem henta minni húð, hvað þá maska. Ég er með rosalega viðkvæma húð þegar kemur að möskum og brenn yfirleitt á fyrstu 5 mínútunum, eitthver sagði við mig að það þýddi að maskinn væri bara að virka og ég ætti að þrauka í gegnum þetta þann tíma sem maskinn ætti að vera á mér.. STÓR MISTÖK! Já ég skað brann og gat ekkert málað mig næstu dagana eftir á meðan húðin var að jafna sig.

Ég var því eiginlega líka búin að búa mig undir það að það yrði eins með þennan maska eins og flest alla sem ég hef prufað. Hann sveið í byrjun þegar ég setti hann á mig og ég hugsaði strax ,,ohh frábært ég er að fara brenna“ en sviðinn hætti strax og ég var búin að setja maskan á mig. Þegar ég tók maskann framan úr mér var ég eftir með svo hreina og svo mjúka húð. Ég sá strax greinilegan mun frá hverju skipti sem ég notaði hann hvað bólurnar fóru minnkandi.

Báðar vörurnar hafa hentað minni húð ótrúlega vel og ég gæti ekki mælt nógu mikið með þeim, sérstaklega fyrir þá sem eru með blandaða eða viðkvæma húð.

%d bloggurum líkar þetta: