Heimagerðir búningar.

Maximús músíkús

Ég veit ég veit..Öskudagurinn er búinn. En i dag fannst mer ég þurfa að koma þessu ut. Grímubúningar!

Ég er ekki að grínast með þessa færslu þvi mer blöskrar. Og nú er ég EKKI að dæma þá foreldra sem kaupa búningana á börnin sín. Enda sá ég margar færslur í janúarmánuði á foreldragrúppum hér og þar hvar væri hægt að nálgast grímubúninga erlendis til að senda þá hingað í tæka tíð. Ég er þannig móðir að ég el upp stelpurnar í ýmindunarflugsleik. Það er að segja, ég vill að þær noti ýmindunaraflið þegar kemur að því að klæða sig upp i gervi. Þó ætla ég ekki að neita því að ég hef alveg keypt grimubúning! En eg kýs hinn kostinn.

Hér á bæ byrjum við heldur snemma, setjumst niður og ræðum hugmyndir. Það er makalaust hversu langt hugurinn hjá börnum nær þegar kemur að þessu. Eftir að flest allar hugmyndir stórar jafnt sem smáar hafa komið, vegum við og metum hvort að það sé í rauninni hagstætt að búa þá til og hversu flókið verkefnið verður. Eg nota yfirleitt þessa valmöguleika til að komast að niðurstöðu:

  • Er búningurinn erfiður og kostnaðarsamur? – þá er það nei.
  • Er búningurinn erfiður en lítill kostnaður? -þá fer hann áfram
  • Er búningurinn auðveldur en kostnaðarsamur?- þá fer hann áfram.
  • Er búningurinn auðveldur og lítill kostnaður?- þá fer hann áfram.

Hver og einn verður auðvitað að meta hversu auðveldur búningur getur orðið. Það er yfirleitt alltaf hægt að nálgast einhvern sem er ekki með 20 þumla til að aðstoða þig. Krakkar vilja líka oftast aðstoða við þetta.

Fyrir mér kennir þetta börnunum mínum ýmsa hluti. Til dæmis má nefna hvernig það er hægt að nyta gamla hluti i eitthvað glænýtt. Nefnum nokkra búninga sem geta nýtt nokkra heimilshluti.

Þvottavel:

  • Pappakassi fyrir velina
  • Gamlir sjampobrúsar og þvottakassar sem props
  • Þvottakarfa með gati á til að koma hausnum í gegn
  • Óhreinn(hreinn) þvottur

Candyfloss:

  • Gamall bangsi/koddi (tróð)
  • Bolur

Svo er auðvitað klassiski draugabuningurinn úr laki.

Þetta kennir þeim einnig að það þurfi ekki alltaf að kaupa allt. Þótt einhverjir búningar innihaldi lítin kostnað þá er það líka spennan í augunum á þeim þegar þau sjá búninginn verða til. Það er það skemmtilegasta fyrir mér. Síðast en ekki síst STOLTIÐ! Bæði foreldrarnir og börnin geta orðið svo bilað stolt að það er ekki einu sinni fyndið. Sjálf er ég að kafna úr stolti yfir Maximús búningnum sem er gerður úr flísteppi úr rúmfó og gamalli kisuhettuhúfu sem ég fann í rauða kross búð á 200kr.

Ég mæli eindregið með því að láta á þetta reyna. Það geta komið upp búningaafmæli og svo erum við íslendingar farin að halda upp a halloween. Sama hversu mikill klaufi þú ert við saumavélina eða með nál og tvinna, reyndu. Skítt með það að búningurinn sé eitthvað skakkur, ef hann er líkur því sem þú ætlaðir að gera er það feikinóg. Æfingin skapar meistarann, trúðu mér!

%d bloggurum líkar þetta: