Láttu hár þitt falla.

Eins og glöggir lesendur kannski vita þá á ég þrjár stelpur. Og það sem fylgir þessum stelpum er hárvöxtur á ljóshraða, svona svipað og á sjálfri mér. Svo mig langaði til þess að sýna ykkur hárstaðalbúnað heimilisins sem ég tel vera algjöra nauðsyn þar sem allar stelpurnar hafa mismunandi gerðir af hári.

Byrjum á hárburstanum!

Við allar notum þessa gerð af hárbursta frá childs farm. Hann minnir mig svolítið á hárbursta fyrir hesta en þessi tekur út allar flækjur sem ég hef séð í hárinu á stelpunum. Það eina sem þarf að passa sig á með þennan er að ýta honum ekki of fast inn í hárið því þá getur hann klórað rótina. Ég hef ekki rekist á hann ennþá út í búð (hef svosem ekki verið að leita neitt sérstaklega) en við fengum þennan að gjöf í sumar frá childs farm.

Teygjur!

Þessar teygjur eru klárlega eitthvað sem mer finnst nauðsyn að eiga! Sérstaklega þar sem eg er með tvö leikskólabörn á sitthvorri deildinni og svo annað í grunnskóla, svo smit-staðirnir eru ansi margir. Bæði ég og stelpurnar notum þessar teygjur og enn sem komið er hef ég ekki fundið neina pöddu. Sjö, níu, þrettán!

Þessar teygjur eru sérstaklega komnar á markað til að koma í veg fyrir lúsasmit. Þær búa yfir náttúrulegum efnum sem veita forvörn gegn lúsasmiti. Prófanir hafa sýnt að í 95% tilvika kemur hún í veg fyri lús og hver teygja virkar í allt að tvær vikur! Þær koma 4 í pakka svo ég hef einn pakka fyrir okkur allar sem mér finnst algjör snilld. Lyktin af teygjunni er frekar sterk við fyrstu notkun en venst fljótt (persónulegt álit!). Teygjan virkar strax og hún er komin í hárið og er sérstaklega prófuð með tilliti til húðsjúkdóma. Tvær af stelpunum hjá mér fá hræðilegt exem í höfuðið a veturnar og þær hafa ekki orðið fyrir neinum óþægindum af teygjunum. Ég mæli með að tryggja sér pakka fyrir hvert heimili og þá sérstaklega margra barna heimili. Við fengum lús á heimilið í fyrra og kostnaðurinn og tímafrekjan sem fór í það að losna við hana var hryllilegur. Teygjurnar er hægt að nálgast á morgum stöðum, apótekum og einhverjum hárstofum. Ég fæ mínar í MODUS smáralind.

Flókasprey.

Aftur komum við að childs farm, eg hef notað þessar vörur lengi og held að ég eigi allt sem hægt að fá hjá þeim. Nema stóru brúsana sem eru nýkomnir.. Ég fer að nálgast þá bráðlega. En þetta flókasprey nota eg aðallega í þá elstu. Hún er með þykkt hár og stundar einnig fimleika svo hún þarf oftar greiðslu heldur en aðrir a heimilinu. Þetta hefur tea tree olíu sem kemur einnig í veg fyrir lús (skynjiði lúsahræðsluna?) en lyktar dásamlega. Þetta sprey fæst í hagkaup og flest öllum apótekum, ásamt örugglega fleiri stöðum án þess að ég ætli að fara að alhæfa eitt né neitt.

Ég nota engin sjampó í hárið á stelpunum ennþá en ef ég nauðsynlega þarf þess þá nota eg sjampóin frá childs farm. Þetta eru þeir þrír hlutir sem ég tel mikilvægast að eiga fyrir garðabrúður en þó ekki þeir einu. Allar stelpurnar eru með frekar sítt hár svo her er til nóg af gersemum. Svo ég nefni eitthvað:

  1. Litlar gúmmíteygjur. Þær nota eg aldrei nálægt hársverðinum heldur aðeins í fléttur.
  2. Greiða. Bara svona venjuleg greiða með litlu bili og storu biki a sitthvorum endanum. Finnst algjort möst að eiga þannig fyrir afmælisgreiðslur, keppnisgreislur og bara þegar það þarf að gera skiptingu í hárið.
  3. Scrunchie. Ef ég er að skrifa þetta rétt en þetta eru teygjur sem hafa efnisbúta utan um sig og voru vinsælar í þá gömlu góðu daga. Þær virðast vera koma með eitthvað comeback en eg nota þær aðallega í fimleikabarnið.
  4. Hárolía. Eg nota þetta aðeins á miðjuna. En hún er með meðalþykkt hár en krullaða enda sem getur endað í lönguvitleysu. Eg nota maroccan oil í hana.
  5. „Bara“ teygjur. Svo eigum við náttúrulega endalaust af „bara“ teygjum. Eg kaupi þær oftast í bónus en í minni bónus fæ ég frekar litlar teygjur sem ég nota í hársvörðin a þeim stuttu.

Enn sem komið er man ég ekki eftir neinu öðru sem við notum. Nema þá Helgi þegar kemur að honum að setja teygjur í stelpurnar, þar er ryksugan honum til halds og trausts. Eg ætlar að ljúka þessari færslu með tengli að vídeói með skemmtilegu ryksuguaðferðinni.

https://youtu.be/VBkYy0R-CXc

Veriði sæl!

Védís.

%d bloggurum líkar þetta: