Eg giftist manninum mínum..

Ég er búin að þekkja manninn minn í 7 ár. Ég þoldi ekki manninn minn í hálft ár. Ég er búin að vera í sambandi með manninum mínum í 6 ár.

Eg er búin að vera gift manninum mínum í 5 ár. Já, ég giftist manninum mínum eftir eitt ár í sambandi

Svo við byrjum á byrjuninni.

Ég kynntist Helga árið 2012. Hann kom heim til mín (heim til pabba) þar sem ég var með svona smá „get together“ og eftir það kvöld þoldi ég hann ekki. Gerði liggur við allt sem ég þoldi ekki að karlmenn gerðu og bara við það að horfa á hann pirraði mig.

Gullreglan í þessari færslu er: hann er vinur „bróður“ míns. Þegar ég segi „bróðir“er ég að tala um frænda minn sem ég er fremur með systkinaböndum heldur en frændsystkina.

Hálfu ári eða árið 2013 eftir að ég kynnist helga hitti ég hann aftur. Einhverra hluta vegna byrjuðu einhverjir eldar að vakna og enduðum við á því að varir okkar snertust. En það var litla leyndarmál okkar því „bróðir“ minn var með sinn veldistaf í þessu máli og samkvæmt honum var ég „ódeitanleg“. Enda er ég mjög sterkur karakter og sérstaklega á móti Helga sem er mjög feiminn, þá vorum við andstæður sem áttum ekkert sameiginlegt. Svo þegar við Helgi héldum áfram okkar leynilegu fundum þá vissi „bróðir“ minn ekki af því, eða við héldum það. Það vissu þetta greinilega allir. Enda leið ekkert langur tími frá fyrsta kossi og að sambandi.

Það leið heldur ekki langur tími þangað til Helgi bað mig um að giftast sér. Að vísu gerði hann það í einhverju partýi undir áhrifum áfengis svo eg get ekki sagt að ég hafi fengið rómantískasta bónorð í heimi. Enda er ég ekkert sérlega rómantísk. En ég játti honum og fékk einhvern frábæran hellokitty lyklakippuhring sem trúlofunarhring (þið hafið fullt leyfi til þess að ranghvolfa augunum núna, ég gerði það held ég líka). En seinna meir fékk ég þó hring með steini, svo hann var ekkert að grínast.

Árið 2014 var eg gift. Hlutirnir gerðust frekar hratt tjá okkur Helga. Við komumst að því að við ættum von a barni saman, svo við ákváðum bara að gifta okkur í leiðinni á árs afmælinu okkar. Og eins og ég sagði þá „hvað er það versta sem gæti gerst, við skiljum?“

Þá kemur að aðalmálinu. Eg er dæmd. Eg er dæmd fyrir það að hafa gifst manninum sem eg ætla að eyða lifinu minu með. Hann er dæmdur. Hjonabandið okkar er dæmt, alveg sjúklega. Þið hafið ekki hugmynd um hversu oft við höfum þurft að verja hjónabandið okkar fyrir fólki sem þekkir okkur nánast ekki neitt. Og allt þetta vegna þess að við tókum ákvörðun að gifta okkur snemma. Ég neita því alls ekki við höfum alveg verið á barmi skilnaðar og verið komin með upp i kok af hvort öðru. En það hefur ekki gerst og (sjö, níu, þrettán) mun ekki gerast. Ef rifildi eða annarskonar vandamál koma upp er það leyst i sameiningu ekki með eitt stykki ferð til sýslumanns. Það er ekkert rifildi sem skiptir meira máli heldur en sambandið okkar. Við höfum svo ótrúlega mikið sem við gefum ekki frá okkur fyrir einhverjar erjur.

En það hefur enginn annar vald yfir því að segja mér hvenær retti tíminn til að kvænast manninum mínum sé. Það veit það enginn betur en ég hversu mikið ég elska manninn minn. Þetta er ekki annara val, heldur mitt!

Ég var um daginn að taka þátt í umræðu um hjónabönd, og þar var ég eina gifta konan. Þegar ég ber það upp að ég se gift fæ ég spurninguna um hversu langt hjónabandið mitt se. Á eftir því fylgir lengd sambandsins. A eftir því liggur við hrópar manneskjan „GIFTISTU HONUM EFTIR EITT ÁR?!?“

Uuuu já? Og hvað?

Þótt að þér myndi aldrei detta það í hug þá datt okkur það í hug.

Hvernig vissum við að við ætluðum að eyða ævinni saman? Við vorum þannig séð ennþá á hvolpaástartímabilinu.. Svarið við því er í rauninni við vissum það ekki. En það eina sem skipti máli er það að OKKUR langaði það og okkur langar það enn. Ég get sagt ykkur það að ALLIR (nema þeir sem kannski giftu sig i fyrra) sem við Helgi þekkjum og giftu sig á EFTIR okkur eru skilin í dag.

Mín hamingja felst i þvi að vera með þessum manni. Mín hamingja mun ekki fjara þótt einhverjir aðrir dæmi okkar samband. Álit annarra á ekki að hafa áhrif á þína hamingju, við erum fullkomnlega fær um það að velja okkar hamingju sjálf.

Árið 2019 er ég ennþá með manninum sem ég giftist, annars væri ég nú varla að skrifa þessa færslu. Ég er búin að eignast tvær stelpur með honum og yngsta stelpan okkar heitir í höfuðið á manneskjunni sem leiddi okkur saman eða „bróður“ mínum. Eg á loksins smá hlut í karlkynsafkvæmi eða syni hans. Og dóttir mín á tvo pabba. Þetta er hamingjan mín.

Takk fyrir mig,

Védís

%d bloggurum líkar þetta: