Þessi dásemd hefur fylgt mér í mörg ár! Þetta er nefnilega einn af uppáhalds réttum mömmu minnar ( með smá tvist)
Uppskrift
Botn
- Makkakrónur – ég keypti þessar í krónunni
- setur í poka og kremur
Rjóma blanda
- 3 dl Rjómi
- 60 gr flórsykur
- 2 st eggjarauður
- Saxið rjóma súkkulaði með karamellukurli og heslihnetum
Þið byrjið á því að þeyta flórsykurinn og eggjarauðurnar saman, því næst er rjóminn þeyttur, þegar að það er búið er hrært súkkulaðinu og eggjablöndunni rólega saman við rjómann
Jarðaberjum er svo raðað ofan á rjóma blönduna
Súkkulaði hjúpur
- 200 gr suðursúkkulaði
- 1 dl rjómi
Þetta er brætt saman og dreift yfir rjómablönduna og jarðaberin
Svo í lokinn er þetta allt toppað karamellu sósu
2 athugasemdir við “Makkarónu bomba með karamellukurli og heslihnetum”
Lokað er fyrir athugasemdir.