Makkarónu bomba með karamellukurli og heslihnetum

Þessi dásemd hefur fylgt mér í mörg ár! Þetta er nefnilega einn af uppáhalds réttum mömmu minnar ( með smá tvist)

Uppskrift

Botn

  1. Makkakrónur – ég keypti þessar í krónunni
  2. setur í poka og kremur

Rjóma blanda

  1. 3 dl Rjómi
  2. 60 gr flórsykur
  3. 2 st eggjarauður
  4. Saxið rjóma súkkulaði með karamellukurli og heslihnetum

Þið byrjið á því að þeyta flórsykurinn og eggjarauðurnar saman, því næst er rjóminn þeyttur, þegar að það er búið er hrært súkkulaðinu og eggjablöndunni rólega saman við rjómann

 

Jarðaberjum er svo raðað ofan á rjóma blönduna

Súkkulaði hjúpur

  1. 200 gr suðursúkkulaði
  2. 1 dl  rjómi

Þetta er brætt saman og dreift yfir rjómablönduna og jarðaberin

Svo í lokinn er þetta allt toppað karamellu sósu

namm22

namm3

namm4

nammi5

namm66

namm8

namm9

namm10

gu

insta

Höfundur: gudbjorghr

Guðbjörg Hrefna heiti ég og er 26 ára, ég er gift Einari og eigum við saman 2 stelpur Kristeli Nótt og Önju Mist. Eldri dóttir mín er langveik og notar hún allskonar lyf og hjálpartæki til að hjálpa okkur í gegnum daginn/nóttina, ég er mentaður stílisti en er heimavinnandi útaf veikindum dóttur okkar! Ég er mikill sælkeri og elska gott vín! Ég veit ekkert skemmtilegra en að elda og borða góðan mat. Ég stunda crossfit af krafti og ég elska það, Það gefur mér útrásina sem ég þarf til að viðhalda geðheilsunni ef svo má segja.

2 athugasemdir við “Makkarónu bomba með karamellukurli og heslihnetum”

Lokað er fyrir athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: