Er barnið tilbúið fyrir fastafæðu 

5  ráð varðandi fyrstu skrefin.

Þessi tími er svo einstaklega skemmtilegur barnið er að fara kynnast allskyns nýjum á ferðum og brögðum, fyrstu skrefin eru vanalega skemmtilegust og ber að njóta þessa skemmtilega tíma.

Áður en barn byrjar að ganga byrjar það yfirleitt að skríða, þannig gengur maturinn einmitt fyrir sig líka. Flest allt er tekið í skrefum, örsmáum hænu skrefum.

Fyrstum sinn fá þau einungis brjóstamjólk eða þá formúlu, þegar að barnið nær 4 mánaða aldri er vanalega byrjað að kynna því fyrir mat,sumir láta brjóstið duga sem er frábært foreldrar finna yfir leitt hvað hentar hverju sinni fyrir sig og sitt barn.

En jæja er barnið byrjað að sýna áhuga eða finnst þér kanski bara komin tími fyrir næstu skref?

hér er smá listi af ráðum sem ég hef stutt mig við í gegnum tíðina.

Nr.1

Að leyfa barninu en ekki klukkunni að ráða för, leyfðu barninu að vísa veginn

Nr.2

Vertu á varðbergi, sýnir barnið að það sé tilbúið eða sýnir það aukinn áhuga

Nr.3

Að byrja að mauka

Fyrst um sinn var mælt með af ljósmæður að testa grautinn, gott er að blanda brjóstamjólk eða formulu við grautinn,

annars eru endalaust af mauk uppskriftum sem þú getur nálgast á pinterest.

Það verður að hafa í huga að barnið hefur nærst á einungis mjólk fyrstu 4-6 mánuðina jafnvel lengur, smooth og frekar þunn áferð myndi henta fyrst um sinn, sniðugt er að bæta móðurmjólkinni eða formúlunni við maukið til að þynna.

Nr.4

Að bæta inn fleiri áferðum

þegar að viðbrögð barnsins gagnvart á ferðum hefur minnkað er sennilega komin tími til þess að fara í aðeins grófari áferðir sem barnið þolir, þarna er gott að létt mauka eða jafnvel nota gaffal til að stappa

Nr.5

Barnið borðar sjálft

í rauninni leyfði ég Kristel að ráða alfarið för þarna, um leið og hún fór að sýna matnum og diskinum áhuga með höndunum þá leyfði ég henni bara að prufa sig áfram, það er ekki það skemmtilegasta að þrífa upp eftir matartíman en ótrúlegt en satt þá venst þetta furðu fljótt og kemst inní rútínuna.

Svo seinna meir fara þau að hafa áhuga á skeiðinni þá gildir það sama bara að leyfa þeim að prufa sig áfram og fylgjast með.

Vonandi kom þetta einhverjum að gagni

þangað til næst.

gu

insta

Höfundur: gudbjorghr

Guðbjörg Hrefna heiti ég og er 26 ára, ég er gift Einari og eigum við saman 2 stelpur Kristeli Nótt og Önju Mist. Eldri dóttir mín er langveik og notar hún allskonar lyf og hjálpartæki til að hjálpa okkur í gegnum daginn/nóttina, ég er mentaður stílisti en er heimavinnandi útaf veikindum dóttur okkar! Ég er mikill sælkeri og elska gott vín! Ég veit ekkert skemmtilegra en að elda og borða góðan mat. Ég stunda crossfit af krafti og ég elska það, Það gefur mér útrásina sem ég þarf til að viðhalda geðheilsunni ef svo má segja.

%d bloggurum líkar þetta: