Unicorn afmælisveisla – Kristel Nótt & Anja Mist

Kristel Nótt varð 1 árs 3 apríl síðast liðinn, við ákváðum að halda sameiginlegt afmæli sunnudeginum eftir afmælisdaginn hennar Kristelar.

Anja Mist missti af sinni afmælis veislu út af lungnabólgu sem hún fékk í nóvember sem er leiðinlegt út af því að það var lítið tala um annað ( það var samt haldið óvænt kaffi boð fyrir snúlluna um kvöldmatarleitið með þeim allra nánust þá var skellt í eina litla skúffu köku horft á Disney mynd og borðað stjörnu snakk þangað til hún lognaði út af)

Ef við lítum á björtu hliðarnar þá var allt klappað og klárt fyrir veislu út af því að við vorum búin að kaupa allar skreytingar fyrir afmælið, unicorn þema varð fyrir valinu og þar sem að Kristel hefur litla skoðun á þessu að þá deildu þær þessum dásamlega degi saman.

afmæli12

 

Veislan

Þetta er sniðugt fyrir þá sem eru nýliðar eins og ég! ég hafði aldrei haldið unicorn veislu áður eða búið til unicorn köku, amazon.com sá um það erfiðasta fyrir mig.

Ég pantaði kjólinn og skrautið frá Amazon.com fyrir neðan finniði link af vörunum sem ég pantaði

afmæli3

Blöðrur ( ég keypti tölustafina 1 og 4 í party búðinni, þau blása einnig gasi í blöðrurnar)

afmæli

Unicorn Happy birthday borði, glös, diskar litlir og stórir, hnífapör, rör með unicorn skrauti, serfréttur

Blöðrur

afmæli5

unicorn form og horn

afmæli6

Unicorn horn, eyru og augnhár

afmæli10

Ofboðslega fallegur Unicorn kjóll ( Þetta var besta myndin sem við náðum af henni í kjólnum, hún fór mjög fljótt úr Unicorn kjólnum eins og má sjá hér fyrir ofan )

Allir lögðu sitt af mörkum til að gera daginn einstakan, ömmur,afar og langamma hömuðust í eldhúsinu til að koma með einn af uppáhalds réttunum og allt voru þetta réttir sem ég hef kannast við frá því að ég var lítið, svo borðið var fullt á minningum.

afmæli6

Unicorn kaka uppskrift af kökunni sjálfri ( mjög svo einföld )

UPPSKRIFT

 • 3 pakkar Betty Crocker djöflakaka
 • 9 stk egg
 • 590 ml vatn
 • 360 ml Isio4 olía

KREM Á MILLI

 • 380 g smjör
 • 1 dós Betty Crocker saltkaramellukrem
 • 810 g DanSukker flórsykur
 • 4 msk rjómi
 • 2 tsk vanilludropar

UTAN UM KÖKUNA

 • 2 dósir Betty Crocker vanillukrem
 • 500 g DanSukker flórsykur
 • matarlitur

  AÐFERÐ:

  1. Bætið eggjum, olíu og vatni saman við kökumixið.
  2. Hrærið vel saman í um 3 mínútur.
  3. Deigið er sett í 3 mót ca. 500 g í hvert mót (oft gott að mæla til að allt sé jafnt).
  4. Bakaið við 160°C í 28 mínútur eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn.
  5. Meðan kakan er að bakast er kremið á milli gert klárt. Öllum hráefnin eru sett í skál og hrærð vel saman.
  6. Þegar botnarnir hafa kólnað er kremið sett á milli
  7. Kremið sem fer ofan á er gert klárt. Öll hráefnin eru sett í skál og hrærð vel saman. Geymið 1/3 hluta kremsins til að sprauta hárið ofan á kökuna.
  8. Kremið er sett á milli og sléttað vel úr því. Kemur vel út að þekja kökuna vel, kæla og síðan setja annað lag utan um en þannig er auðveldara að slétta það.
  9. Til að búa til hárið er mislitu kremi sprautað með til dæmis 1M sprautustúti og frönskum sprautustúti.

Ég studdi mig við uppskrift frá mommur.is

Marengsbomba

afmæli11

Marengsbomba að hætti Evu Laufeyjar varð fyrir valinu með smá auka tvist má sjá uppskrift að snickers karamellu kremi og rjóma fyllingu hér fyrir neðan ! uppskriftin sem ég studdi mig við má sjá HÉR

Karamellu krem

 • Snikkers 2 (fer eftir smekk)
 • 3 Eggjarauður

Rjóma fylling

 • 500 ml rjómi
 • 500 ml jurtarjómi
 • 3 tsk flórsykur
 • 1 tsk vanillusykur
 • 100 g hakkað snickers

 

Makkarónu bomba

 

namm11

Má sjá uppskrift HÉR

20190409_234849.jpg

Fílakaramellu súkkulaði kakan hennar mömmu

(Þessi slær í gegn í öllum teitum)
 • 1 dl hveiti
 • 2 dl sykur,
 • 4 egg

Þessu er öllu blandað saman.

 • Bræðið 200 gr smjör og 200 gr suðu súkkulaði saman og bætið síðan við hveitiblönduna

30 mín við 170 (ekki blástur).

Kremið er 20 fílakaramellur og 1 dl rjómi brætt saman og látið kólna aðeins áður en sett er á volga kökuna og vollahh tilbúin

Myndir úr veislunni má sjá fyrir neðan

 

afmæli8

afmæli13

Vinkonur ( ég fékk leyfi fyrir þessari mynd )

20190409_234700.jpg

 

gu

insta

Höfundur: gudbjorghr

Guðbjörg Hrefna heiti ég og er 26 ára, ég er gift Einari og eigum við saman 2 stelpur Kristeli Nótt og Önju Mist. Eldri dóttir mín er langveik og notar hún allskonar lyf og hjálpartæki til að hjálpa okkur í gegnum daginn/nóttina, ég er mentaður stílisti en er heimavinnandi útaf veikindum dóttur okkar! Ég er mikill sælkeri og elska gott vín! Ég veit ekkert skemmtilegra en að elda og borða góðan mat. Ég stunda crossfit af krafti og ég elska það, Það gefur mér útrásina sem ég þarf til að viðhalda geðheilsunni ef svo má segja.

Ein athugasemd við “Unicorn afmælisveisla – Kristel Nótt & Anja Mist”

Lokað er fyrir athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: