Hvers vegna ég slökkti á öllum tilkynningum í símanum

Ég ákvað 2það fyrir einhverjum tíma síðan að hætta að leyfa tilkynningar frá hinum og þessum „öppum“ í símanum mínum og slökkti því á öllum tilkynningum nema SMS.

Ég sé ekki þegar að ég fæ skilaboð á facebook eða ef ég fæ snap, síminn titrar ekki í hvert skipti sem það er nýtt follow á instagram eða like einhversstaðar og þetta er rosalega mikill léttir. Ég gerði þetta fyrst til þess að finna fyrir minni truflun frá símanum þegar að ég eyði tíma með stráknum mínum en ég finn mikinn mun á þessu alls staðar. Í vinnunni til dæmis verður maður skiljanlega forvitinn þegar maður veit af tilkynningu af einhverri sort og langar að kíkja en forvitnin er ekki jafn mikil þegar þú veist ekki beint að það sé eitthvað sem bíður þín.1

Nú er ég ekki að segja að ég sé fullkomin, ég tek alveg upp símann stundum þegar ég er með stráknum mínum annaðhvort til að athuga eitthvað, senda skilaboð, taka upp eða hvaðeina og það er líka allt í lagi. Ég er þó ekki alltaf að, mér finnst ég ekki ÞURFA að lesa öll skilaboð um leið og ég heyri ping eða titring í símanum, þetta má alveg safnast saman og ég þarf ekkert að vita af því fyrr en að ég athuga það hvort eitthvað sé.

Mikið af mínu lífi fer fram í símanum og mér fannst ég ná að stjórna því miklu betur þegar að ég réð því hvenær ég tækist á við það sem þar er. Skólinn, vinnan, bloggið, samfélagsmiðlar, vinirnir, nánast öll samskipti af öllu tagi fara fram í símanum eða tölvunni en ef fólk virkilega þarf á mér að halda út af einhverju áríðandi þá svara ég alltaf símanum og fyrir mér ætti það að vera einu tilkynningarnar sem birtast á skjánum, símhringingar og SMS.

Ég mæli svo innilega með því að þið takið ykkur sem flest til og slökkvið á tilkynningunum, ef virkilega þarf að ná í mann er alveg hægt að hringja bara eða senda skilaboð!

Þangað til næst – Irpa Fönn

%d bloggurum líkar þetta: