Hjónabandssæla

Færslan er skrifuð í samstarfi við Hilton Reykjavík Spa.

Við Helgi höfum oft gleymt okkur í foreldrahlutverkinu og ekki ræktað sambandið okkar nægilega. Það var því mikil þörf á smá hjónabandssælu fyrir okkur hjónin.

Við fengum það dásamlega tækifæri að fara í Hilton Spa einn daginn. Og ég held ég hafi ekki nægilega stóran orðaforða yfir því hversu himneskt þetta var. Helgi var útbrunninn af vinnu og ég sjálf var með bilaða vöðvabólgu í öxlunum. Svo við hentum börnunum í pössun og skelltum okkur í smá dekur.

Móttökurnar á Hilton voru tip top! Móttökudaman tók á móti okkur með bros á vör og rétti okkur handklæðin sem maður fær. Til allra hamingju þá þarf maður ekki að taka neitt með sér annað en ræktarföt/sundföt í Spa-ið, allt hitt er til staðar fyrir þig. Móttökudaman fylgdi okkur síðan að klefunum og sýndi okkur alla möguleikana sem þau bjóða upp á. Ég sjálf varð mjög spennt fyrir yoga-tímanum sem þau bjóða upp á en Helga leyst mjög vel á líkamsræktina.

Andrúmsloftið hjá sjálfum heitu pottunum var svo rólegt, og þið getið ýmindað ykkur hversu notaleg þögnin er þegar þú ert með allan þennan barnafjölda sem við Helgi höfum á heimilinu. Þarna voru tveir pottar sem eru með mismunandi hitastigi. Á milli þeirra er vatnskanna og glös sem hægt að fá sér á meðan þú liggur í pottinum og lætur vatnið umlykja þig. Á meðan þú situr þarna í heita pottinum og slakar á, koma tvær nuddkonur sem bjóða þér upp á nudd. Ég þurfti nú ekki að hugsa mig um tvisvar áður en ég þáði það, hún bar á mig eitthvað krem áður en hún réðst á þessa vöðvabólgu sem ég var með. Kremið og hendurnar á henni eru mér enn fast í minni þar sem ég kom út eins og slím úr heitapottinum þar sem hún hafði náð að losa alla spennu í líkamanum á mér bara í þessar 5 mínútur sem hún hamaðist á vöðvunum á mér. Þær vita greinilega alveg upp á hár hvar á að leita og hversu mikið afl á að nota á hinum og þessum stöðum, það er eitthvað sem ég sjálf hef brennt mig á þegar ég nudda Helga.
Eftir smá spjall í heita pottinum fórum við í einhverskonar vaðlaug sem var með fullt af svona frauðslöngum.

Þar fórum við Helgi og tókum sitthvorar tvær slöngurnar, eina undir höfuð og hendur og hinar undir hnén og létum okkur fljóta. Loksins, gátum við spjallað í einrúmi um himinn og loft í gjörsamlegri næði án þess að hafa áhyggjur af því að einhver væri að fara að vakna eða trufla okkur. Ég viðurkenni fúslega að ég hef ekki mikin áhuga á floti svo ég dokaði ekki lengi við í þessari laug.

Gufubaðið þarna er lítið og krúttlegt og er fyrir miðju. Þegar við stigum inn í það var svosem ekkert mikill hiti en eftir nokkrar stund þá byrjaði hitinn að koma og gufan umlék mann. Við Helgi erum bæði mikið fyrir gufubað og þarna hefðum við getað breytt lögheimilinu okkar. Það eina sem ég get bent á er það að þegar hitinn er að læðast inn þá verður gólfið svolítið heitt svo við þurftum í smá stund að draga fæturnar að brjóskassa. En það liggur við að hægt sé að segja að alla áhyggjur hurfu á meðan við vorum þarna inni.

Klefarnir sjálfir eru opnir og með einhverskonar róandi áhrif. Það er allt til alls þarna inni og fer Saga betur í þá í sinni færslu hér. Við fórum ekkert út þar sem veðrið var ekki upp á sitt besta en kíktum þarna út fyrir og leist mjög vel á.

Þegar við gengum inn í bíl vorum við handviss um það að ætla okkur að fara aftur, það þarf ekki einu sinni að vera á frídegi. Við fórum í þessu tilfelli eftir vinnu hjá Helga, tengdó sótti stelpurnar í leikskólann og við vorum komin rétt fyrir kvöldmat. Svo það getur alveg verið auðvelt að koma sér aðeins úr foreldragírnum og í self-mode. Maður verður að muna eftir sjálfum sér og sérstaklega þegar maður er giftur og á það til að gleyma að vinna í sambandinu á einhverjum tímapunkti. Það er nefnilega auðveldara en maður heldur.

Takk fyrir mig Hilton, við komum klárlega aftur.

– myndir eru fengnar af netinu þar sem myndataka í klefa var óleyfð og ég tók ekki símann með mér í slökun.

%d bloggurum líkar þetta: