Munur á meðgöngum.

Munurinn á meðgöngum getur verið gríðalega mikill. Sem er skrítið því þú veist.. sama manneskja að ganga í gegnum sama ferli. Eða mér fannst það skrítið áður.

Ég var hand viss um að næsta meðganga hjá mér yrði hrein skelfing miðað við hvernig fyrri meðganga gekk. Allt, já ALLT sem hefði geta farið úrskeiðis gerðist.

Á fyrri meðgöngu varð ég rosalega veik, þarna er ég í síðasta mæðravernds tímanum, rétt áður en ég var gangsett

En það er magnað hvað umhverfið og andleg heilsa getur haft áhrif á meðgöngu. Það er nánast ólýsanlegt hversu mikið óþrafa áreiti getur haft miklar afleiðingar af sér.

Á fyrri meðgöngu leið mér vægast sagt hrikalega illa og var svosem búið að gera það í dágóðan tíma áður en ég varð ólétt. Hugarfarið hjálpaði því ekkert við það hvernig meðgangan myndi ganga, ég var búin að ákveða fyrirfram að þetta yrði erfitt, sem það jú var svo. En það hefði kannski verið tíu sinum léttara að ganga í gegnum þessa meðgöngu ef mér hefði liðið betur, ef ég hefði talað um tilfinningarnar og hvað væri að hrjá mig í staðin fyrir að bera þetta allt sjálf.

Ég varð fyrir miklu óþarfa áreiti sem virtist ekki vilja bíða fyrir utan útidyrnar sem fór að valda mér svo miklum kvíða, kannski var líka kvíðinn minn alltaf að kíkja aðeins út um þessar dyr. Skemmtilegt hvernig svona andleg veikindi virka.

Ég varð þunglynd og kvíðin, lág upp í rúmi á kvöldin að rakka mig sjálfa niður að ég væri ekki nógu góð, kvíðinn sagði mér svo að ég þyrfti að gera mikið betur en þunglyndið sagði mér að ég gæti alveg sleppt því ég væri hvort er svo misheppnuð.

Mér var svo óglatt, allan sólarhringinn, alltaf. Ég þurfti að fara nokkrum sinnum upp á spítala útaf ógleði, og útaf mér var svo óglatt og alltaf ælandi náði ég ekki að sofa, bæði því mér leið illa líkamlega og andlega.

Allir meðgöngukvillar sem komu upp urðu svo yfirþyrmandi og ég brotnaði niður. Ég varð óvinnufær um 20 vikur, sem gerði ekkert gott, þetta þýddi fyrir mig að ég hefði meiri tíma til að velta mér upp úr vandamálunum.

Ég fékk samviskubit yfir því að líða svona illa, mér átti ekkert að líða illa. Hverjum getur liðið illa þegar þú ert að finna fyrir litla barninu þínu sparka og hreyfa sig, þegar þú ert að brjóta saman litlu samfellurnar og setja saman rimlarúmið? Í hverri einustu skoðun sem ég fór í, þegar það var spurt mig hvernig mér liði svaraði ég ,,bara vel, smá þreytt bara“.

Kannski ef ég hefði sagt frá hvernig mér liði strax í byrjun hefði ég geta fengið hjálp.

Já svo þið skiljið að fyrri meðganga gékk svona príðilega illa fyrir sig.

Eftir að ég átti litla gullfallega púkan minn, ákvað ég að núna væri komið gott. Til þess að vera besta mamman sem ég gat og get verið fyrir hana þurfti ég líka að taka sjálfa mig í gegn og laga þessa líðan hjá mér.

Núna 16 mánuðum seinna er ég ólétt af baby númer tvö, næstum því hálfnuð með meðgönguna.

Ég vissi að þetta yrði ekki auðvelt, og í fullri hreinskilni helltist yfir mig í fyrsta sónarinum „shit það verða ekki einu sinni tvö ár á milli þeirra, hvað er ég að gera?!“.

Í þetta skiptið ákvað ég að fara allt aðra leið, verandi búin að fá þá hjálp sem ég þurfti til að bæta mína líðan og á minni leið að því að vera besta útgáfan af sjálfri mér. Í þetta skiptið ákvað ég að ég myndi taka öllum fylgikvillum fagnandi, já líka þessari nasty ógleði.

Á fyrri meðgöngunni finnst mér ég hafa „misst af henni“. Veit það hljómar fáránlega, en mér finnst eins og ég hafi ekkii verið ég og hafi ekki verið með núvitundina við meðgönguna því mér leið svo illa. Svo þar sem þessi meðganga verður mín síðasta (allavega næstu 10 árin) ákvað ég að ég vildi njóta þess, hvort sem hún myndi ganga súper shitty eða vel þá ætlaði ég að njóta þess að vera ólett.

Ólétt af bumbubúa sem er væntanleg/ur í okt💕

Fyrsta þriðjunginn fann ég ekkert fyrir því að vera ólétt, það gekk allt svo smurt og vel fyrir sig. Ef það hefði ekki verið fyrir þetta litla skot „hvað ertu ólétt eða?“ hefði ég ábyggilega ekki tekið þetta óléttu test nærrum því strax. Mér leið ótrúlega vel, ég var bæði stressuð og spennt fyrir komandi tímum.

Eftir 12 vikurnar kom ógleðin rosalega sterk í bakið á mér, ég fékk og er með of lágan blóðþrýsting og er byrjuð að finna fyrir smá grindagliðnun.. en vitiði hvað! það er allt í góðu. Því áður en ég veit af verður þetta búið, barnið komið í hendurnar á mér og ári seinna verð ég komin með bumbusakn.

Já munurinn á meðgöngum getur verið rosalegur og það er magnað hvað andleg heilsan hjá manni getur spilað inní, enda er þetta í hvert skipti sem maður gengur í gegnum þetta (ef maður er svo heppin að geta það) einstök upplifun. Þó svo þú værir að koma með barn númer 1 eða 5 eru þetta allt jafn ótrúlegar upplifanir.

Tvær gjör ólíkar meðgöngur og gengin jafn langt

%d bloggurum líkar þetta: