Frá barnamauk yfir í hafrastangir.

Færlsa þessi er skrifuð í samstarfi við Ella’s kitchen og fékk ég vörurnar að gjöf, en skoðanirnar og sem ég skrifa hér eru alfarið mínar eigin.

Frá því dóttir mín var aðeins 4 mánaða gömul hafa Ella’s vörurnar fylgt okkur. Hún þoldi illa grauta en svaf lítið þar sem mjólkin var hætt að duga henni.

Eftir ráðleggingar hjá ljósmóður ákvað ég að prufa fyrst að gefa henni barnamauk frá Ella’s. Ástæðan fyrir því að ég valdi vörurnar frá Ella’s til að byrja með voru aðalega þægindin, því á pakkningunum er hægt að sjá hvaða aldurshóp varan er ætluð.

Eftir að ég byrjaði að gefa henni mauk fór hún að  sofa og dafna betur, hún átti alveg frá því hún fæddist erfitt með að ná að halda í sína þyngdakúrvu áður en hún fékk annað en bara mjólkina.

 

Í tanntökunum leyfði ég henni fyrst að smakka Melty puffs vöruna. Melty vörurnar eru algjör snilld sem ég mæli ótrúlega mikið með. Þegar snakkið kemst í snertingu við vökvan byrjar það að bráðna niður svo það eru litlar líkur á að það standi í barninu.

Hún alveg hreint elskaði melty puffs að geta nagað á eitthverju svona gómsætu á meðan þessi pirringur var í gómnum hjá henni.

 

Því eldri sem hún varð, því meiri mat sem hún byrjaði að smakka fór hún að þola meira nýjar áferðir á mat og viti menn að hún fór að byrja þola grauta. Við prufuðum reyndar engan annan graut en frá Ella’s á þeim tímapunkti, Ella’s rís grauturinn var sá fyrsti sem við prufuðum og sá fyrsti grauturinn sem dóttir mín gat strax borðað.

 

Við höfum haft ótrúlega góða reynslu frá þessu vörumerki, þessar vörur eru svo fyrirferða litlar svo þær henta mjög vel í handfarangurinn í ferðalög, hvort sem þau eru löng eða stutt.

Vöru úrvalið er að mínu mati mjög mikið, þau eru með mikið magn af skvísum með allavegana bragðtegundum, alveg úr ávaxta yfir í kjúkkling og frá skvísum sem henta 4 mánaða yfir í 10 mánaða börnum.

Nýlega komu nýjungar frá Ella’s merkinu sem við höfum verið að prufa okkur áfram við.

Til dæmis ávaxta og hafrastangirnar, ég er alltaf með allavega eina stöng í veskinu mínu þegar ég fer út með dóttur mína, því það hefur komið fyrir að ég hef verið mamman með öskrandi barnið í búðinni að reyna bruna í gegnum alla gangana og koma okkur sem fyrst heim. Það sem hefur í okkar tilfellum hjálpað til er einmitt að hafa stangirnar með, hún er lengur með þær heldur en skvísunar svo ég get klárað mín innkaup í rólegheitunum.

Rís kökurnar frá Ella’s eru einnig ný vara, til að byrja með vildi stelpan mín ekki sjá þetta. Ég leyfði henni þá að taka með tvo poka á leikskólan og leyfa krökkunum að smakka þennan nýjung.

Þegar ég sótti hana sagði leikskólafóstran hennar að þau hafa öll borðað þetta af bestu lyst og þar á meðal dóttir mín. Ætli hún sé ekki bara lík mömmu sinni með það að hún á erfitt með að prufa nýja hluti.

Rís kökurnar og melty sticks, ásamt eplum og rúsínum er tilvalið laugardagsnammi fyrir svona lítil kríli, en við höfum einmitt verið að vinna með það.

Melty sticks varan er farin að henta okkur mun betur en puffsið þar sem hún klárar eitt puffs í einum bita.

Að lokum vill ég deila með ykkur þessari gómsætu uppskrift sem ég fann inn á ellaskitchen.com af súkkulaðibita banana brauði, en á síðunni er hægt að finna fullt af girnilegum og skemmtilegum uppskriftum.

Innihald

 • 1,25 dl af mjúku smjöri
 • 1,8 dl af sykri
 • 2 stór egg
 • 3,8 dl af banana mauk frá ella’s kitchen
 • 0.8 dl af mjólk
 • 2 teskeiðar af vaniludropum
 • 5 dl af hveiti
 • 1 teskeið matarsóda
 • 1/2 teskeið salt
 • 1,25 dl af súkkulaðibitum

Aðferð

 1. Forhitið ofninn á 175°C
 2. Setjið smjörið og sykurinn í skál og hrærið í hrærivél í um 3 mínútur eða þar til blandan verður létt og fluffy.
 3. bætið eggjunum í eitt í einu, svo banana maukinni, mjólkinni og vaniludropunum.
 4. Í aðra skál handhrærið saman hveiti, matarsódan og saltið.
 5. Rólega bætið saman þurrefnunum við bananablönduna og bætið svo súkkulaðibitunum út í. Hrærið vel saman.
 6. smyrjið brauðform með smjöri og hellið svo deiginu út í, bakið svo í klukkutíma eða þar til þið getið stungið hníf í miðjuna á brauðinu og hann kemur hreinn upp úr.
 7. Leyfið brauðinu að kólna og berið fram með smjöri og ost.

Verði ykkur að góðu

 


%d bloggurum líkar þetta: