Húsverk sem hæfa 2 til 12 ára plús

 

Ég er ein þeirra sem er á því að börn og krakkar ættu að taka þátt í verkefnum heimilisins eins mikið og hægt er. Fyrir því eru nokkrar ástæður; það undirbýr þau betur fyrir framtíðina, þau læra frekar að meta það sem gert er fyrir þau, þeim finnst gaman að vera með og taka þátt.

Minn 2 ára guttitiltekt4 alveg elskar að þrífa og taka til með mér! Jafnvel þó svo að stundum taki það þá kannski aðeins meiri tíma en ella þá er þetta líka rosalega skemmtileg samverustund og ég finn það að hann sækist líka í þetta einmitt vegna þess, ég er frekar upptekin að eðlisfari, hef minni tíma oft en ég hefði viljað í að gera eitthvað með honum en það gleymist svo oft að litlu hlutirnir telja rosalega hratt og þessi samvera skiptir okkur bæði miklu máli.

Mér finnst ég oft sjá umræður um það hvað sé eiginlega viðeigandi fyrir börn á hinum og þessum aldri og ákvað því að gera lista yfir það hvað börn á nokkrum aldursbilum ráða sirka við, að sjálfsögðu ekki alveg tæmandi þó.

2 – 3 ára

 • Ganga frá leikföngum og bókum eftir sig
 • Henda í ruslatunnuna/endurvinnsluna
 • Setja í óhreina tauið
 • Þurrka af auðveldum stöðum
 • Hjálpa við að taka úr uppþvottavél
 • Ganga frá hreinum þvotti – með aðstoð
 • Brjóta saman tuskur, viskastykki og þess lags
 • Ákveða föt fyrir daginn
 • Vökva plöntur
 • Tekið úr innkaupapokum
 • Sett í þvottavélinatiltekt1

4 – 6 ára

 • Allt sem á undan fer
 • Gefa dýrunum að borða
 • Tekið af rúminu sínu
 • Gengið frá þvotti óstudd
 • Lagt á borð
 • Parað og brotið saman sokka
 • Búið um rúmið
 • Þrifið eldhúsborðið
 • Sópað

7 – 11 ára

 • Allt sem á undan fer
 • Ryksugað
 • Hengt upp úr þvottavél
 • Gengið frá eftir matinn
 • Brotið saman þvott
 • Farið út með ruslið/endurvinnsluna
 • Hjálpað til með undirbúning á mat t.d. útbúið salat
 • Þrifið spegla
 • Reytt arfa

12 ára og eldritiltekt2

 • Allt sem á undan fer
 • Slegið garðinn
 • Passað yngri systkini
 • Hjálpað með heimanám yngri systkina
 • Þrifið baðherbergið, þ.e. vask, klósett og sturtu
 • Skúrað
 • Séð um þvott
 • Þrifið ísskápinn

 

Þangað til næst

Irpa Fönn

%d bloggurum líkar þetta: