Hafið bláa hafið.

Ég hef verið ævintýragjörn frá því að ég man eftir mér. Allskonar ævintýri hafa heillað mig og dreymdi mig lengi vel um að verða hafmeyja. Ég elska sjóinn, sundlaugar og allt sem fylgir því að vera á kafi í vatni.

Þegar ég komst í samstarf við Hemma a Modus var ég ekki lengi að biðja hann um að gera eitthvað klikkað við hárið á mér! Og hann gerði drauminn að veruleika, hann gaf mér blátt hár!

En það að vera með svona litað hár er ekkert djók, það bæði kostar sitt og gerist ekkert á einni nóttu. Þá er ég sérstaklega að tala um ef þú ert jafn dökkhærð og ég er. Það er búið að taka mig tvo mánuði í að komast í drauma bláa litinn.

Þegar ég fyrst kom með bifukolluhausinn á mér var ég búin að undirbúa hárið vel með bláu vörunum úr sexy hair línunni. En hárið á mér var jafn dautt og teppið í stofunni hjá mér. Vörnurnar 22-in-1 og tri-wheat leave in conditioner björguðu hárinu á mér frá því að fara til helvítia í fyrstu aflitunni.

Við byrjuðum á endunum á hárinu, aflituðum það og gerðum það blátt og þannig var ég í alveg mánuð. En það að aflita og bláma hárið tók 3 og hálfan tíma. Það var vegna þess að Hermann þurfti að finna alveg fullkomnu aflitunarformúluna fyrir hárið á mér því ég var ennþá með fjólubláan blæ í því eftir síðustu litun hjá mér. Ég man sérstaklega eftir því að þegar að hann kom við hárið á mér var hann í sjokki hversu mjúkt það væri eftir alla meðferðina (takk, sexy hair !!). Svo ég var með bláa enda i manuð þvi eg þurfti að leyfa harinu að jafna sig aður en eg færi í allt hárið.

Næsti timi var tekin í allt hárið, og þegar ég labbaði af stofunni með blátt hár, starandi augu og öskrandi krakka á mig með að þarna væri hafmeyja voru stjörnur í augunum á mér. Í mínum huga var ég búin að sigra heiminn !

Kostnaðurinn við þetta er alveg mikill, ég lýg því ekki og hef ekki tölu á krónunum. Ég nota ekki sérstakt sjampó til að viðhalda litnum heldur lita ég hárið heima með bláa litnum í annarri hverri sturtu. Svo fengum við nýtt sjampo fra Layton House sem hentar fyrir alla á heimilinu og skrifa ég betur um það í annarri færslu þar sem ég keypti það með Theodóru í huga. Svona litir þeir smita vel frá sér en fara samt sem áður úr flíkinni í þvotti. Fyrst um sinn voru koddaverin mínv vel blá.

Það er hægt að fa alla liti regnbogans á Modus stofunni, og þá er ég að einblína á „crazy“ liti. Litnir eru skærir og þekja truflað vel. Ég nota litina fra Layton House og eru til margskonar litir hjá þeim. Ég er með einn svona kassa heima sem ég nota heima eins og ég sagði fyrir ofan. Túpan dugar í meira en mánuð hjá mér þar sem ég er ekki að nota mikið heldur aðeins að bæta í litinn.

En eins og allir svona skærir litir þá fade þeir samt sem áður og auðvitað vex hárið endalaust svo ég þarf að mæta í lagfæringu hjá Hermanni þegar mér finnst ég ekki geta verið rótarslegin ennþá.

En til að taka allt saman sem ég hef til þess að viðhalda litnum og hárinu mínu fallegu ætla ég að setja þær vorur sem mér finnst mikilvægt að hafa í lista. Ég nota ekki color boost masque en vildi samt bæta því inn.

  1. Túpa með litnum frá Layton House
  2. Wonder oil frá REF *
  3. Revitalise sjampó og hárnæring frá Layton House
  4. Bláu vörurnar frá Sexy Hair *
  5. Hanskar til að bera litinn í
  6. Color boost masque frá REF

Allar vörurnar sem ég nota fást á MODUS hárstofu og á harvorur.is

Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf.

Nú er það bara taka af skarið, leyfa ykkar innra ævintýra barni að skína og kýla á það!

Og endilega ef þið kýlið á það, skellið því a instagram og notið hashtagið #þorirþu 🙂

Kveðja Védís.

%d bloggurum líkar þetta: