Hvar á ég að byrja? Þetta efni er mér svo einstaklega mikilvægt og er þetta algengara en mig hefðu nokkurn tíma grunað! fyrir 3 dögum stóð í yngstu dóttur minni. þetta er eitt af mínum helstu martröðum sem betur fer erum við Einar búin að sitja mörg skyndihjálpar námskeiðið út af elstu dóttur okkar.
Við vorum að snæða eitt kvöldið, Kristel bablar á meðan að hún borðar og svo þagnar hún, henni svelgist á svo ég klappa á bakið hennar, þarna gerði ég mér ekki grein fyrir hversu alvarlegt þetta var, hún byrjar að iða og nær ekki andanum og byrjar að blána í kringum munninn ég stekk upp og kalla á Einar “ hún er að kafna“ hann stekkur upp hjálpar mér að leysa hana úr stólnum.
Hann skellir henni á lærið á sér lemur nokkuð fast á milli herða blaðanna og þarna skaust bitin upp úr henni og hún byrjar að gráta.
Ég reyndi að halda aftur að mér en þarna brotnaði ég niður, þetta var allt öðruvísi en þegar að Anja fellur í mettun því að þær aðstæður þekki ég. Kristel náði ekki andanum í nokkrar sekúndur en þetta hefði getað farið á allt annan veg!
Ég hvet ALLA til þess að sitja þessi námskeið regluga!
Þetta er ekki einsdæmi og getur komið fyrir alla! kannt þú skyndihjálp veistu hvað á að gera?
Einnig vil ég benda á skyndihjálparnámskeið appið, það app ættu allir að hafa í símanum sínum, í þessum aðstæðum getur maður gleymt og þá er gott að hafa appið við hendina!
You must be logged in to post a comment.