Núna fyrir nokkrum vikum fluttum við í stærra húsnæði, þar sem dóttir mín fékk loksins sitt eigið herbergi. Ég held ég hafi verið meira spennt fyrir því en hún samt til að vera hreinskilin. Svefninn hennar bættist helling og hún fékk loksins sinn stað þar sem hún gat haft dótið sitt í friði.
Til að byrja með þegar við fluttum var ekkert inn í herberginu hennar nema rúmið hennar, lítil gömul kommóða með fötunum hennar, tveir kassar af dóti og Ikea eldhúsið hennar sem hún fékk í eins árs afmælisgjöf.
Við ákváðum að þar sem þetta væri í fyrsta skiptið sem litla prinsessan væri að fara í sitt eigið herbergi yrði það fyrsta herbergið sem við myndum inrétta upp á nýtt í nýju íbúðinni.
Við vildum gera herbergið alveg að hennar, og því sem höfðaði mest til hennar. Dóttir mín er mjög sjálfstæð og vill helst geta gengið að dótinu sínu sjálf, á milli þess sem hún er hlaupandi á eldhraða um íbúðina, finnst henni voðalega gott að geta fengið að vera í ró og kósýheitum. Svo með það tvennt í huga byrjuðum við að skipuleggja herbergið hennar.
Hirsla undir dótið
Við ákváðum að velja TROFAST hirsluna. TROFAST hillan er ótrúlega hentug í barnaherbergi, það er bæði hægt að festa hilluna fasta við vegg og svo er hægt að draga kassana alveg úr hilluni og taka þá á gólfið.
Við erum með 3 kassa í einni hillu hjá okkur, ég skipti niður dótinu hennar í þessa 3 kassa (Þ.e.a.s. það sem kemst í þá). Það sem ég og dóttir mín elskum báðar við þá er að hún getur tekið kassana út sjálf. Ég set link á hilluna hér.
Details
Þið þekkið örugglega söguna af dimmalimm, svanurinn sem var prins í álögum. Þessi saga var mikið lesin fyrir mig þegar ég var yngri og mun vera mikið lesin fyrir dóttir mína.
Við fengum dimmalimm svaninn okkar frá Hulan.is og er linkur af honum hér. Mér fannst því ótrúlega fallegt að nota hann sem skrautbangsa ofan á hilluna.
Til að toppa þetta svæði skelltum við lítilli hjarta mottu fyrir framan hilluna, mottan var hugsuð sem að það yrði þægilegra fyrir hana að sitja á mottunni og leika með dótið sitt frekar en á gólfinu.
Ikea eldhús
Það hefur alltaf verið mikið sport hjá dóttur minni að fá að hjálpa til í eldhúsinu, aðallega þá að opna og loka skápum og berja pottum saman. Það var þá löngu ákveðið að fyrsta afmælisgjöfin hennar yrði dóta eldhús og pottar. Ég skoðaði á mörgum síðum hvar ég gæti fengið fallegasta eldhúsið sem myndi endast henni í góðan tíma, ég endaði alltaf á Ikea síðunni. Það sem heillaði mig mest við Ikea eldhúsið var öryggið, að það væri hægt að festa hilluna við vegginn, helluborðið er með tvemur tökkum sem kvekja ljósi á helluborðiu og svo auðvitað skáparnir, sem hafa verið svoleiðis skellt og barið saman en virðist aldrei ætla sjá á þeim.
Details
Mottuna fengum við úr barnaloppunni, ég mæli svo ótrúlega mikið með að þið gerið ykkur ferð þangað, fullt af gullfallegum vörum sem vilja komast á ný heimili.
Undir bangsana hennar eða eins og hún vill kalla þá „kögg“ fengum við fallega þvottakörfu úr Ikea, það sem byrjaði sem ekki einu sinni botn fylli af bangsa körfu er núna stút full, enda veit fjölskyldan hennar það alveg að maður hittir beint í mark með nýjum bangsa.
Rúmið
Þegar dóttir mín var farin að klifra í rimlunum á rúminu sínu þegar hún átti að fara sofa ákváðum við að nú væri kominn tími til að færa hana yfir í stóru stelpu rúm. Við alveg féllum fyrir BUSUNGE rúminu frá Ikea, rúmið er hægt að stækka alveg upp í 200cm svo það er að fara endast henni í dágóðan tíma. Við keyptum svo í sömu ikea ferð dýnur sem passa vel fyrir þetta rúm og eru með tveimur viðbótum svo hægt er að lengja dýnuna.
Details
Himnasængin fengum við í gjöf frá Hulan.is en ég heillaðist strax af henni og ég sá hana. Á himasænginni skreyttum við hana með dúskum sem er hægt að fá líka á hulan.is, mér finnst dúskarnir gera svo ótrúlega mikið fyrir himnasængina og fallegt að para liti saman.
Rúmfötin eru frá Ikea, en það er hægt að fá ótrúlega mikið af fallegum rúmfötum þar. Bangsinn hennar, öryggisbangsinn er frá Jellycat og hægt er að kaupa hann á hulan.is
Hún hefur verið alveg límd við þennan bangsa frá því hún fæddist en þetta er fyrsti bangsinnn hennar.
Fataaðstaðan
Mig langaði að geta hengt upp kjólana hjá dóttur minni, enda á hún fullt af gullfallegum kjólum sem ég vildi að myndu fá að njóta sín. En við höfðum mjög takmarkað pláss eftir í herberginu og fannst mér fataskápur ekki henta þar sem mér fannst þeir allir svo massívir. Gunnar tók sig þá saman og útbjó fataslá sem hangir úr loftinu. Fatasláin er búin til úr gardínustöng frá ikea og gylltum keðjum frá Bauhaus.
Fyrir neðan fataslána erum við með Malm kommóðu með 3 skúffum, til að byrja með virtist hún vera meira en nóg undir öll fötin hennar en er núna alveg að springa, svo það er aldrei að vita nema við fáum stærri kommóðu undir fötin.
You must be logged in to post a comment.