Það að vera stjúpmóðir er ekki auðveldasta hlutverk í heimi – og liggur við að ég geti sagt að það sé erfiðara heldur en að eiga barnið sitt sjálfur. Nú hef ég verið stjúpmamma í að verða komin 6 ár og alltaf fæ ég nýja og nýja vitjun við hverja stund með stjúpsyni mínum.
Til að byrja með þá notum við fjölskyldan mín ekki orðið stjúp – það hefur haft leiðinlega merkingu í teiknimyndum per sei og vill ég ekki að börnin myndi sér þá skoðun á sambandinu á milli mín og sonar míns. Þótt ég hafi ekki fætt drengin þá kalla ég hann son minn – þó ég segist eiga þrjú börn þá á ég í rauninni fjögur en ég hef bara fætt þrjú (þar að leiðandi átt). Auðvitað koma tímar þar sem þrætt er við mig í margar mínútur yfir því að ég sé „bara“ stjúpmamma eða þá að hann kalli mig ekki mamma, en það er einmitt eitt af því sem við eigum ég og hann – það er sambandið okkar. Hann þarf ekki að kalla mig mamma, ég þarf ekki að kalla hann son minn. Hann veit það og ég hef sagt honum það mörgum sinnum að hann eigi alveg jafn stóran stað í hjartanu á mér og systur hans. Því hvort sem mér sé trúað eða ekki – þá hef ég verið til staðar fyrir hann frá því að hann fæddist.
Ég á ansi mörg nöfn hjá honum – ég á mamma védís, ég á védís og ég á mamma. Hans val ekki mitt hvað ég kallast. Það hefur aldrei verið ýtt á hann að byrja að kalla mig mamma né mína dóttur að kalla manninn minn pabba. Þetta er eitthvað sem þau völdu sér algjörlega sjálf og engin er að draga kjarkinn úr þeim að nota þessi nöfn á okkur. Við höfum verið mjög grimm við aðra sem „leiðrétta“ þau að við viljum leyfa þeim að velja hvað þau nota til að ná athygli okkar.
Eitt af því erfiðasta fyrir mig er það að hafa ekki alltaf völdin, því ég er sko algjörlega vön því. Ég ól upp Theodóru sem einstæð móðir í mörg ár og finnst því erfitt að hafa ekki alltaf úrslitaatkvæðið um ákveðin málefni. Reyndar verð ég að segja það að við sem stöndum á bak við bakið á stráksa vinnum sem ansi góð heild. Við verðum mjög sjaldan ósammála – en ef það gerist er það yfirleitt mæður vs. faðir. Svo við vitum alveg hvernig sú saga endar, ef þið skiljið hvert ég er að fara. En þrátt fyrir það þá tók það okkur alveg ákveðin tíma að nálgast þann stað sem við erum á – sagan á bak við strákinn er bara talsvert meiri en ég vill vera að setja inn á netið og ætla því ekkert að fara í nein smáatriði hvað það varðar, þar sem hann á alveg skilið sitt persónulegt space.
Stærsti munurinn á því sem ég get sagt að vera stjúpmóðir og móðir er sá að hann gefur mér talsvert meira en mín eigin börn. Ég er ekki að tala um nein uppáhalds börn eða neitt þannig – en þegar sambandið á milli þín og stjúpbarns er orðin það góð þá bregður þér talsvert meira við það sem stjúpbarnið gefur af sér til þín. Það er eitthvað sem maður er kannski ekki að búast við og ég tala nú ekki um eigin börn – öll börn koma þér á óvart. En það er eitthver önnur tilfinning við það að fá traust frá stjúpbarni heldur en maður getur nokkurn tíman fengið. Við erum að tala um að hann gefur mér eitthvað sem mín eigin börn munu aldrei geta gert, einmitt vegna þess að þau eru blóðskyld mér.
Það er talsvert erfiðara en maður heldur að koma þessu út orðum heldur en maður bjóst við. Þetta er hlutverk sem ég bjóst aldrei við að ég gæti tekið við, en fyrir þennan strák myndi ég vaða sama eld og brennistein og stelpurnar. Þetta er sonurinn sem ég fékk aldrei – og ég reyndi þrisvar ! Sama hvernig staða tunglsins liggur elsku Ásgeir þá veistu það að ég verð alltaf til staðar fyrir þig, því það sem þú gefur mér – er eitthvað miklu meira en ég get nokkurn tíman gleymt.