Grindargliðnun

Grindargliðnun er algengur fylgikvilli meðgöngu, til að gera smá grein fyrir því hversu algengur hann er var gerð rannsókn árið 2006 þar sem 46% ófrískra kvenna fengu grindargliðnun eða grindalos. Af þessum 46% voru 16% kvenna sem þurftu að notast við hækjur í endan á meðgöngunni og um þriðjungur sem vaknaði upp á nóttunni útaf verkjum.

IMG-3670

Á vísindavefnum er útskýrt grindargliðnyn sem verkjum í kjölfar þess að liðböndin slakna til að geta gefið eftir þegar fóstrið stækkar og fæðingarvegurinn víkkar.
Verkirnir geta komið fram í framanvert lífbein og/eða aftanverðum spjaldliði eða spjaldliðum. Verkirnir geta svo leitt út í mjaðmir, rassvöðva, niður eftir aftanverðu læri eða framan í nára til að nefna dæmi, eins geta verkirnir komið fram í annari hlið líkamans eða báðum.
Grindargliðnun tengist álagi og geta verkirnir verið mismunandi og breytilegir frá degi til dags eftir því hve mikið álag hefur verið á líkamanum.

IMG-3692

Því miður er engin töfralausn við að laga grindagliðnunina, hjá flestum konum jafna þær sig 6-12 vikum eftir fæðingu en þó eru sumar sem munu aldrei losna við verkina þó svo það sé langt síðan þær voru óléttar.
Hinsvegar eru til ýmis ráð sem geta hjálpað til við að draga úr verkjunum sem mig langar að deila með ykkur

  • Nálastungur
  • Snúningslak
  • Stuðningsbelti. Mæli með að kíkja í Eirberg, fékk þar mjög flott belti á góðu verði og flotta þjónustu.
  • Hlífa mjaðmagrindinni eins og hægt er, þá er ég ekki að tala um að hætta hreyfa sig heldur að beita líkamanum öðruvísi. T.d. ekki krossleggja fætur og ekki nota bakið til að beygja sig heldur fæturnar.
  • Sérhæfðar æfingar- hægt að finna flott video á youtube sem útskýra æfingarnar vel eða myndir á google með því að googlea Pregnancy-related pelvic girdle pain exercise
  • Sjúkraþjálfun
  • Sund

 

sagaharalds

%d bloggurum líkar þetta: