Hengirúm fyrir ungabörn

Þegar að ég var ólétt af Maríusi gaf mamma mín mér gjöf. Þetta var vara sem að hún hafði rekist á í 68827192_740890099702217_4180256553544187904_n (1)verslun og fannst verulega sniðug. Ég skoðaði það mikið og fyrir utan það að mér fannst þetta verulega krúttlegt komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta væri einnig verulega sniðug vara. Varan sem um ræðir er hengirúm fyrir ungabörn.

Ég notaði hengirúmið fyrir Maríus og líkt og allt annað losaði mig við það eftir að ég hætti að nota það. Þetta var síðan eitt af því fyrsta sem ég útvegaði mér núna þegar ég komst að því að ég væri ólétt aftur, þar sem það skipti mig miklu að nota það aftur. Ástæðurnar fyrir því að mér finnst þetta sniðug vara eru ýmsar og ætla ég að fara yfir þær að helstu leyti hér;

  • Hengirúmið veitir réttan stuðning við bak krílisins sem stuðlar að heilbrigðum þroska hryggjarins.
  • Þyngd barnsins dreifist jafnt í hengirúminu sem minnkar álag á vöðva og liði barnsins og minnkar því líkurnar á flötu höfði vegna legu til muna
  • Líkt og vitað er líður ungabörnum verulega vel í fósturstöðu enda vön því að vera kuðluð saman eftir 9 mánuði í móðurkviði. Hengirúmið líkir vel eftir því auk þess sem að tilfinningin sem barnið fær við legu í hengirúminu líkir eftir tilfinningu sem minnir á fjöðrun og flot sem það upplifir í móðurkviðnum.69267639_520649722013898_4861936995212984320_n (1)
  • Hengirúminu er hægt að halda á nokkurri hreyfingu og rugga sem veitir mörgum börnum ákveðna öryggistilfinningu, rannsóknir hafa þannig leitt í ljós að hengirúmið hentar einstaklega vel fyrir fyrirbura og börn sem að eiga erfitt með að festa svefn.
  • Þar sem að barnið sefur með höfuðið aðeins ofar minnkar legan í hengirúminu líkurnar á magakrömpum og bakflæði.
  • Barnið getur ekki snúið sér yfir á magann og sefur því örugglega á bakinu.
  • Auðvelt er að rugga barninu aftur í svefn ef það rumskar, ekki þarf mikið til þess að
  • Hengirúmið er úr 100% bómull en það skiptir mig miklu máli að efnin sem barnið klæðist og/eða notar sé eins náttúrulegt og hægt er, sérstaklega fyrst um sinn

Það er því ljóst að ansi margir jákvæðir kostir eru við hengirúm fyrir ungabörn. Hengirúmið sem að ég notaði með Maríusi og kem til með að nota núna komu bæði frá sama framleiðanda, Peppa. Þau eru eftir því sem ég kemst næst þó ekki lengur í sölu en verslunin Tvö líf selur þó hengirúm og ég læt tengil á þau fylgja með, hér. 68777494_713227572490231_4517737598852005888_n (1)

Þess ber þó að geta að EKKI er um auglýsingu að ræða. Ástæða þess að ég set með tengil er vegna þess að núna í þetta skiptið tók það mig ansi langan tíma að finna stað sem að selur hengirúmin en fyrra hengirúmið mitt kom frá Tvö líf og síðara pantaði ég á netinu,

Þangað til næst!

Irpa Fönn

%d bloggurum líkar þetta: