Taco-panna, heimagert salsa og guacamole

Ég elska mexíkóskan mat, hann er svo djúsí og bragðgóður, og oftast ekkert mjög óhollur. Þessi réttur er einmitt þokkalega hollur, krakkarnir elska hann og hann er mjög einfaldur. Það er hægt að skella öllu inn í tortillavefju, nota nachos flögur til að skófla þessu upp í sig eða bara borða þetta með hnífapörum. Ég mæli með að bera þetta fram með svörtu doritosi, sýrðum rjóma og heilhveitivefjum.

Taco-panna:

1 pakki hakk

1/2 – 1 bréf Taco krydd

Salt, pipar og chilli flögur

1 dós niðursoðnir hakkaðir tómatar

1 dós maísbaunir

1 dós nýrnabaunir

Rifinn ostur

Aðfer: byrjið á að steikja hakkið á pönnu við háan hita. Þegar hakkið er tilbúið er hitinn lækkaður og hakkið kryddað með taco kryddi, salti, pipar og smá chili flögum. Næst er tómötunum bætt út á pönnuna og blandað saman við hakkið. Hellið vökvanum af maísbaununum og nýrnabaununum og setjið baunirnar með á pönnuna. Leifið þessu svo að malla við lágan hita á meðan meðlætið er útbúið. Alveg í lokin er rifnum osti stráð yfir pönnuna og leyft að bráðna. Berið réttinn fram á pönnunni.

Salsa:

2 stórir tómatar

1/2 rauðlaukur

1 gul paprika

1/3 gúrka

Salt

Aðferð: gúrkan er skorin endilöng í tvennt og miðjan hreinsuð úr með matskeið. Næst er allt grænmetið skorið niður mjög fínt og sett í skál, saltað og blandað vel saman.

Guacamole:

2 vel þroskuð og mjúk avacado

Sítrónusafi

Salt

Aðferð: stappið avacadoið með kartöflustappara eða gaffli þar til orðið að grófu mauki, þá er skvettu af sítrónusafa helt yfir, saltað og hrært vel saman.

%d bloggurum líkar þetta: