Ég hef hlakkað mikið til þessara færslu, áður en við flugum með stelpurnar hafði ég þessa miklu þörf fyrir því að google allt sem tengist því að ferðast með ung börn í tætlur! alveg frá pinterest, bloggum, youtube rásum, ég skoðaði allt.
Þetta allt saman fékk ég að upplifa þegar að ég flaug út núna 1 ágúst síðastliðinn með fjölskyldunni minni! svo hér fyrir neðan munið þið finna allskonar tips sem auðveldaði okkur flugið, flugvöllinn og bílferðina.
Just because you had a baby, does not mean that the adventure has to stop!
Já vissulega getur verið krefjandi að ferðast með börn og þá sérstaklega ung börn! en ef maður skipuleggur sig nóu vel og er undirbúin að þá verður ferðin svo 1000 sinnum ánægjulegri!
Þetta er mín reynslaÞann
1 ágúst flugum við fjölskyldan í 6 tíma til washington og framhaldinu af því keyrðum við í 4 kl. tíma til Norður Karolínu í bandaríkjunum, Þar sem að við vorum með heldur meiri farangur en flestar fjölskyldur út af elstu dóttur okkar að þá var eins gott að pakka skynsamlega og geyma óþarfa hluti heima!
Tips flugvöllurinn
- Taktu með þér Kerru eða vagn
Fyrir okkur hentaði vagninn best við erum með 2 börn á aldrinum 15 mánaða og 4 ára, vagninn sem við notuðum fyrir stelpurnar tekur 2 farþega, í vagninum eru 2 belti sem þær voru svo spenntar í, á milli þeirra var súrefnisvélin hennar Önju (Anja þarf súrefni þegar hún flýgur) Vagninn er mun fyrirfara minni en kerra og þar sem að við vorum með gríðarlega mikinn farangur sem við vildum vera viss um að passaði í bílinn var vagnin besti kosturinn fyrir okkur. - Við innritun
er gott fá miða á vagninn/kerruna til þess að fá hann með ykkur inn á flugvöllinn! - Burðarpoki
Myamaki burðarpokinn frá Chicco var himnasending, þegar að vélin er komin á áfanga stað þarf maður að labba langa vegalengd til þess að ná í farangurinn, þar á meðal vagninn eða kerruna! við vorum með 4 „töskur“ sem sagt skiptitöskuna, mjólkurdælutöskuna, súrefnisvél, og töskuna hennar Önju sem er á hjólum, bara það að getað skellt Kristel framan á mig gerði þetta allt svo 1000 sinnum auðveldara.Burðarpokinn er úr Chicco, hægt er að nálgast burðarpokann HÉR
- Verið vel nestuð
Þó að planið sé að fá sér að borða á vellinum mæli ég klárlega með nesti til að halda friðinn inn á milli! Ég var búin að gera nesti deginum áður með kexi, berjum, ávaxtastöngum og skvísum því einfaldara því betra, ég mæli með boxum með hólfum, ég fékk boxin í Ikea! Á þessu jöpluðu þær við innritun í gegnum flugvöllinn og í flugvélinni! Sama gildir um bílinn, þetta var satt best að segja ekkert mál!
Allt geriri maður til þess að halda friðinn enda sat Kristel voða sátt með nestið sitt.
Tips Flugvélinn
- Stíll fyrir flug!
Ég talaði við hjúkrunarfræðing um hvernig best væri að takast á við hellu og bara almenn óþægindi sem flug getur valdið, hún mældi með einum stíl fyrir brottflug! og það sem hún hafði rétt fyrir sér. - Teppi
Við pökkuðum teppi fyrir stelpurnar sem var í rauninni bara plássþjófur í okkar tilfelli! Ég veit ekki með önnur flugfélög en ef þið eruð ekki viss hvort að flugfélagið skaffi teppi myndi ég taka eitt slíkt með ( einnig fer það allt eftir því hvert þið eruð að fara) - Gjafapoki
Þegar að við flugum með Icelandair fengu stelpurnar smá svona goodybag, Í gjafapokanum hennar Önju var slímklósett, límmiða bók, LOL egg og gúmmí lamadýr. Þar sem að Anja Mist borðar lítið var nestið ekki nó til þess að róa hana svo við leyfðum henni að fá slímklósettið og það sem að hún varð glöð, í flugvélinni fengu þær að opna gjafapokann, Kristel fékk kubba og Anja fékk sitt!( Þær fengu gjafapoka frá icelandair en það eru ekki öll flugfélög sem bjóða upp á slíkt) - Spjaldtölva
Sum flugfélög eru ekki með slíka þjónustu um borð! svo gott er að kanna það áður en þið leggið af stað! sérstaklega ef langt flug eru um að ræða - Heyrnatól
Icelandair útvegaði heyrnartól fyrir stelpurnar en það eru ekki öll flugfélög sem bjóða upp á slíkt! - Bílstóll
Ég hef flogið með barn í fangi og í bílstól! og ég mæli allan daginn með bílstól ef þú hefur tök á því! annars er alveg hægt að komast með ungt barn í gegnum flug í fangi það er bara örlítið erfiðara!
Skiptitaskan
- Bleyjur
Sumir segja minna en meira, ég segi betra að vera save then sorry ég tók með mér bleyjur fyrir hvern klukku tíma! Það geta komið upp tafir eins og gerðist í okkar tilfelli! - Blautþurkur
- Hitamælir
- taubleyjur
- peli
- stoðmjólk
Eða önnur mjólk sem barnið er á - Nesti
Td Skvísur, ávastastangir,kex,ávextir,ber,litlar samlokur, möguleikarnir eru endalausir. - Bossakrem
- Auka föt
Fyrir barnið og foreldrið - Stíll
- Snuð
Það hefði verið æðislegt ef að Kristel tæki snuð, sérstaklega við flugtak og lendingu en þetta tókst - Pokar undi kúkableygjur
Já það segir sig bara sjálft!
Taskan hennar Önju
(fyrir utan töskuna með batteríunum fyrir súrefnisvélina og mjólkurdæluna)
- Auka súrefnisgleraugu
- hnappar,slöngur,grisjur,vaselin
- púst
- mettunarmælir
- Sprautur
- límmiðabók
- 2 mjólkurpokar
- Hleðslutæki
- gjafapoki
- auka föt
- Auka batterí fyrir mettunarmælirinnBörn eru misjöfn með mismunandi þarfir!
vonandi gátuð þið nýtt ykkur eitthvað af þessum lista
Mig langaði til að deila nokkrum myndum frá ferðinni með ykkur
Þangað til næst
You must be logged in to post a comment.