Borgaraleg gifting

Ég hafði hlakkað til en líka kviðið rosalega þessum degi en þann 21.ágúst síðastliðinn gengum við Ási í það heilaga.

Þrátt fyrir að við ákváðum að hafa þetta mjög lítið þá vildi ég gera daginn soldið sérstakann, svo ég ákvað að kaupa mér kjól og fá eina af mínum bestu vinkonum sem er förðunarfræðingur til að gera mig extra sæta.

Við sem sagt áttum að mæta til sýslumanns kl 14 og því mætti ég klst fyrr til Valdísar í förðunn. Í öllu stressinu þó við að hafa allt tilbúið mæti ég vegabréfslaus (kannski læt það fylgja sögunni að ég er ekki íslenskur ríkisborgari og því vegabréfið mikilvægt) en besta vinkona mín mætti á sama tíma og ég svo hún bauðst til að bruna heim (keflavík út í garð) að sækja vegabréfinn svo ég gæti allavega mætt og talað við dómarann. Hann var hinsvgar sá yndislegasti og beið fyrir okkur eftir henni svo hún gæti verið viðstödd. Tíminn líður og Sunna mætir ekki nema 10 mín seinna en planið var að byrja (mjög gott) og athöfinn getur þá byrjað.

Fyrir ykkur sem hafið áhuga þá tekur þetta bara 5 mín og svo bara skrifað undir og done!

Þegar athöfnin var svo búin vorum við búin að ákveða að hafa pínu „veislu“ ef svo má segja fyrir foreldra og systkini þar sem við grilluðum hamborgara og fengjum okkur svo köku í eftirrétt, svo daginn áður hringd ég í Sigurjónsbakarí og arhugaði hvort hann væri til í að græja fyrir mig litla köku með dagsetningu og nöfnunum okkar. Hann Sigurjón er bara snillingur og græjaði það eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég skýst þá út í Garð að sækja Alparós þar sem hún var hjá dagmömmu svo við þyrftum ekki að hafa ofan af fyrir henni á meðan á athöfninni stóð. Ég bomba henni í kjól og fer svo að sækja kökuna áður en ég mæti til tengdó þar sem veislann yrði. Með tíma til aflögu fór sjálf brúðurinn í svuntu og fór að skera grænmeti á hamborgaranna.

Ég er svo þakklát fyrir fjölskyldunna mína og fólkið sem stendur mér næst. Ég sem hef alltaf látið mig dreyma um prinsessu brúðkaup, gæti ekki verið ánægðari með daginn með mínum nánustu. Ef þetta var eitthvað til að setja mark á hvernig brúðkaupsdagurinn verður þegar við verðum með „alvöru“ veislunna þá held ég að ég muni aldrei koma niður af bleika skýinu mínu.

Höfundur: Hrafnhildur

Ég er 27 ára þriggja barna móðir í Garðinum. Þar búum við með manninum mínum honum Ása. Ég vinn sem flugöryggisvörður í FLE. Börnin mín heita Svavar Bragi sem er 6 ára, Alparós sem er 2 ára og lítill snúður fæddur í byrjun júní sem heitir Óliver. Ég er að læra sjúkraliðann í fjarnámi samhliða 100% starfi sem flugöryggisvörður. Insta: @hrafnhildurskugga

%d bloggurum líkar þetta: