Litla barnið byrjar í skóla

Ég hef hreinlega átt erfitt með mig allt síðasta árið. LITLA barnið mitt er orðið nógu stórt til að byrja í skóla! Litla mömmuklessan mín sem myndi lifa í fanginu mínu ef hann gæti það er búinn með leikskólagönguna og er allt í einu orðinn svo sjálfstæður skólastrákur.

Hann hlakkar svo til að byrja í skólanum. Hann er kominn með skólatösku og búinn að velja sér nestisbox.

Það er þó mjög mikilvægt að undirbúa börnin snemma fyrir skólagönguna því börn eru mis móttækileg þessari breytingu. Svavar Bragi er einmitt einn af þeim sem tekur breytingu með miklum fyrirvara og því byrjaði ég að tala um skólann og mýkja hann upp áður en leikskólinn fór í sumarfrí. Fyrst var hann ekki alveg að fýla það að þurfa að fara að læra eða mæta á nýjan stað. Allt síðasta árið a leikskóla voru þau líka dugleg að fara í heimsókn í skólann fram að því að við fórum í „prufudag“ í skólann.

Það er líka sniðugt að viðhalda því sem leikskólinn gerir og setja fyrir þau verkefni yfir sumartímann til að undirbúa þau fyrir það sem koma skal. Á sama tíma þykir mér mjög mikilvægt að minna barnið á og kenna því að ekki eru allir eins. Lífið væri ekki skemmtilegt ef allir væru eins, svo við verðum að fagna fjölbreytileikanum. Ég hafði alltaf miklar áhyggjur a sínum tíma að Svavar Bragi gæti lent í aðkasti vegna málfarserfiðleika. Hann byrjaði seint að tala skýrt og er enn hálf smámæltur en hann hefur tekið miklum framförum á síðasta eina til eina og hálfa árinu. Nú hef ég áhyggjur af því að ég hafi ekki undirbúið hann nógu vel fyrir að önnur börn gætu haft einhverja örðugleika… En sem foreldri vonar maður bara að maður sé að gera allt rétt. Annars verður maður að taka á því þegar að því kemur.

Bestu skólakveðjur – Hrafnhildur

Höfundur: Hrafnhildur

Ég er 27 ára þriggja barna móðir í Garðinum. Þar búum við með manninum mínum honum Ása. Ég vinn sem flugöryggisvörður í FLE. Börnin mín heita Svavar Bragi sem er 6 ára, Alparós sem er 2 ára og lítill snúður fæddur í byrjun júní sem heitir Óliver. Ég er að læra sjúkraliðann í fjarnámi samhliða 100% starfi sem flugöryggisvörður. Insta: @hrafnhildurskugga

%d bloggurum líkar þetta: