Mér finnst best að útbúa matseðil fyrir heila viku í einu, svo geri ég innkaupalista út frá matseðlinum og reyni að versla bara inn einu sinni í viku. Það sparar bæði tíma og peninga að útbúa vikumatseðil auk þess sem maður sleppur við það að þurfa að ákveða hvað á að vera í matinn korter í sjö þegar allir eru orðnir svangir og pirraðir. Ég reyni að vera dugleg að deila vikumatseðlunum mínum á instagram og mun koma til með að deila þeim hér líka ef áhugi er fyrir því. Mér finnst að minnsta kosti alltaf gott að skoða vikumatseðla hjá öðrum til að fá innblástur og hugmyndir.
Hér kemur matseðilinn þessa vikuna:
Mánudagur: marineraður lax og couscous salat
Þriðjudagur: lasagna og ferskt salat
Miðvikudagur: afgangar
Fimmtudagur: kjúklinganúðlur
Föstudagur: grillaðir hamborgarar
Laugardagur: eitthvað gott 🙂
Sunnudagur: lambahryggur, kartöflubátar, salat, maísbaunir og brún sósa
Ég sýni oft frá því á instagram þegar ég elda kvöldmatinn og deili uppskriftum sem ég styðst við svo að ef þið hafið áhuga getið þið fylgst með mér þar: glodis95
Kveðja Glódís