Ýsa með kanilsætkartöfumús

Hver elskar ekki fisk? Fiskur er að minnstakosti 2 í viku á þessu heimili og skammast ég mín ekki fyrir að segja að oft er fiskur jafnvel 2 á dag, þetta er ein af þeim uppskriftum sem sjaldnast er afgangur af. Þessi réttur er mein hollur og guðdómlega bragðgóður!

Fiskur

 • Ýsa bein & roðlaus
 • Papriku krydd
 • hvítlaukskrydd
 • Herbamare sjávarsalt með lífrænum jurtum
 • pipar eftir smekk
 • olivolia

( Einnig er dásamlegt að baka Ýsuna uppur rauðu pestói)

Hitið ofninn í 180 og bakið fiskinn í 25 mín.

Sætkartöflumús með kanil

 • 2 veglegar sætkaröflur
 • Kanill 1 tsk
 • Örlítið af salti

Aðferð

Þið byrjið á því að skola sætkartöfluna, skerið hana svo til helmings og setjið í álpappír og lokið fyrir, svo fer þetta inní ofn við 180 c  60 mín! kartaflan á að vera vel lin, þá er bara ekkert eftir nemað taka sætkartöfluna úr álpappírinum, auðvelt er að taka skinnið af kartfölunni! svo bætið þið við þurefnunum úti og hrærið/ stappið.

Salat

 • Klettasalat 1 poki (klettasalat er möst með þessum fisk rétt)
 • gúrka
 • paprika
 • tómatar
 • fetaostur (ég spara hann ekki haha)

Þá er það bara að njóta

Þangað til næst

 

guinsta

 

 

 

Höfundur: gudbjorghr

Guðbjörg Hrefna heiti ég og er 26 ára, ég er gift Einari og eigum við saman 2 stelpur Kristeli Nótt og Önju Mist. Eldri dóttir mín er langveik og notar hún allskonar lyf og hjálpartæki til að hjálpa okkur í gegnum daginn/nóttina, ég er mentaður stílisti en er heimavinnandi útaf veikindum dóttur okkar! Ég er mikill sælkeri og elska gott vín! Ég veit ekkert skemmtilegra en að elda og borða góðan mat. Ég stunda crossfit af krafti og ég elska það, Það gefur mér útrásina sem ég þarf til að viðhalda geðheilsunni ef svo má segja.

%d bloggurum líkar þetta: