Fyrstu dagarnir með nýbura

Fyrstu dagarnir heima geta verið erfiðir, þrýstingurinn eftir fæðinguna hvort sem það var eðlileg fæðing eða keisari getur verið mjög óþægilegur og þreytan mikil.
Mig langar að deila með ykkur nokkrum ráðum sem geta hjálpað til við að gera fyrstu dagana heima með nýbura aðeins auðveldari

 1. Elda og frysta
  Áður en barnið kemur í heiminn, eldaðu stærri skammta af kvöldmat, frystu svo afganginn. Sérstaklega fyrstu dagana þá nenniru ekkert endilega að vera standa í því að elda og þá er þægilegt að geta gripið í eitthvað úr frystinum til að hita upp og fengið heitan heimilismat en ekki  að vera endalaust að panta skyndibita.
 2. Bleyju félagi
  item_XL_33158857_126379464
  Mögulega eitt besta ráð sem ég get gefið er að hafa bleyjufélaga, þá ertu með allt sem þú þarft við hendina og þarft ekki að ganga um allt húsið að sækja það sem þig vantar. Í bleyju félaganum okkar verða bleyjur, blautþurrkur, kúkapokar, bossakrem, auka föt, brjóstainnlegg, haakaa brjóstapumpa og mjólkurpokar.
 3. Frosin dömubindi
  605c6c1aa5bba798db0de816006a7ba9.jpg
  Settu dömubindi í frysti fyrstu dagana, kuldinn hjálpar til við þrýstinginn og bólguna.
 4. Undirbúin fyrir brjóstagjöfina
  breast-pump-56a766825f9b58b7d0ea2125
  Ég klikkaði alveg á þessu á fyrri meðgöngu, enda hafði ég ekki hugmyd um að brjóstagjöf gæti verið svona ógeðslega erfið! Þessa meðgöngu verð ég vel undirbúin, ég mun bæði vera með rafmagns og handpumpu, ásamt haakaa brjóstapumpuni til að grípa mjólkina sem lekur úr hinu brjóstinu þegar barnið er að drekka.
  Gott tip er líka að reyna safna mjólk og frysta ef þú ætlar að hafa barnið á brjósti til að geta átt möguleika á að skjótast út.
 5. Millimál við hendina
  breastfeeding-snacks_web
  Stæðsta vandamálið hjá mér eftir að ég kom heim var að borða, ég fann ekki fyrir svengd og stundum liðu margir klukutímar þar sem ég fékk mér að borða. Mig var farið að svima og þetta varð til þess að brjóstagjöfin varð talsvert erfiðari en hún þurfti að vera.
  Gott tip er að hafa orkustangir í t.d bleyju félaganum, poka með rúsínum og hnetum og vatnsflösku.
 6. Sofðu
  Spinkie_Baby_Dreamy_Canopy_-_Oyster2
  Ekki stressa þig á því að vera ekki í rútínu, sofðu þegar barnið sefur. Að vera illa sofin til lengri tíma getur haft mjög slæmar afleiðingar fyrir geðheilsuna.
 7. Heimsóknir
  Ekki fá samviskubit við að segja nei við að fá heimsóknir ef þú ert þreytt eða langar kannski bara í smá tíma fyrir þig. Þú getur frekar boðið fólki að koma eftir að þið eruð búin að leggja ykkur,eða jafnvel bara daginn eftir. Skiljanlega eru allir mjög spenntir fyrir því að fá að hitta litla erfingjan en líðan þín og barnsins á alltaf að vera í fyrsta sæti.  1

%d bloggurum líkar þetta: