Óléttu craving – skemmtilegar og fyndnar sögur

Margar konur fá óstjórnlega löngun í ákveðnar fæðutegundir á meðgöngu, t.d. súrar gúrkur eða ís. Svo eru til konur sem fá óstjórnlega löngun í efni sem ekki flokkast sem fæða og hefur lítið sem ekkert næringarinnihald. Dæmi um þessi efni eru drulla, krít, leir, steinar, kol, tannkrem, sápa, sandur, kaffikorgur, matarsódi, sígarettuaska og brunnar eldspýtur. Á ensku hefur þetta fyrirbæri verið kallað „pica cravings“ en „pica“ er latnesk orð yfir fugl (e. magpie, ísl. skjór) sem er þekktur fyrir að borða næstum hvað sem er.

Það er ekki vitað hvað veldur þessari löngun en hugsanlega gæti það tengst járnskorti eða vöntun á öðrum vítamínum.

(þessar upplýsingar fékk ég frá ljosmodir.is)

Hér fyrir neðan koma nokkrar skemmtilegar sögur af óléttu creifing

Guðrún

snakkmix vafið í kál var í uppáhaldi🙄

Kolbrún

Zinger borgari og rice krispies kökur! Ekki má gleyma kóki úr vél með nóg af klökum 🤤🤤

Jenný

Drakk einungis eplasafa og var brjáluð og fór að gráta ef eitthver dyrftist að drekka minn safa ! Nei ég meina þetta var mjög dramatýst 😂

Katrín

Ég var með kreiv í heita tómata 😳😂

María

Gat alls ekki kjúkling. Elskaði sveppi og gulrætur því það var svona “moldar” bragð. Síðan elskaði ég lyktina af Aríel þvottakodda nýþvegnum blautum þvotti ásamt lykt úr bílakjallaranum. Klaki var líka í uppáhaldi

Hildur

Ég hélt engu niðri nema sviðakjamma og rófustöppu…greyjið maðurinn minn fór bæinn þveran og endilangan til að finna þetta í hádeginu og kvöldin á hverjum einasta degi….en það skrítnasta er að ég hafði aldrei geta borðað svið á minni lífsleið (áður en ég varð ólétt) 😂🤣

Ólöf

Lykt af dekkjum, tók stundum stórt dekk með mér upp í rúm til að “sniffa”.

Rakel

Subwaykökurnar með hvíta súkkulaðinu, eg fór ansi oft á subway bara til að versla þessar kökur 😅

Steinunn

Hvitlaukur i ALLT, (Nema ís)

Glódís

Weetos með ískaldri nýmjólk + heilsusafi með FULLT af muldum klaka

Núðlur + blár powerade

Tívolílurkur

Ferskur ananas

Kjötsúpa

Bjúgu og kartöflustappa

Humar

Maarud snakk og voga ídýfa

Súkkulaðijólasveinar (var með í hanskahólfinu og borðaði í bílnum á leiðinni í skólann allann desember, eina sem ég hafði lyst á í morgunmat😂) Glódís

Jenný

Fyrsta barn = brauð með hráum lauk og spældu eggi helst í öll mál og tonn af appelsínu trópí, dóttirin var appelsínugul þegar hún fæddist!
Ekkert sérstakt með annað barn en ansi klassískt með þriðja = súrar gúrkur. Þær eru ennþá í uppáhaldi hjá honum….ekki mér 🤢

Steinunn

Snjór! Alla meðgönguna og veturinn frekar snjóléttur. Á fæðingardeildinni í lok janúar sendi ljósan manninn minn út með skál því ég VARÐ að fá snjó 🙊

Bryndís

Mér fannst líka Sean Bean vera fallegasti maður sem ég hafði séð og horfði á allar myndir sem ég fann með honum. Grét síðan ef þær enduðu illa fyrir hann sem var frekar oft.
Hætti svo að vera skotin í honum þegar barnið fæddist, eins gott að hann var ekki pabbinn..

Sigríður

Gat alls ekki borðað kjúkling eða fundið lykt af honum. Craveaði klaka og kók í dós. Gat endalaust hangið á bílaþvottastöð og fundið lyktina af tjöruhreinsi Sigríður

Elna

Vafði snakki inn í kál, sendi kallinn svona 3x á dag að tjöruhreinsa bílinn útaf ég elskaði lyktina 🤷 hot wings a KFC, let kallinn keyra of oft frá Borgarnesi..

Hildur

Og einu sinni ristað brauð með rjómaís ofaná 😬

Védís

Maisbaunir djúsaðar i bernais og svampar

Saga

Ég er að cravea mýkingarefni

Rakel

Eg craveaði sitronur fyrsta hluta meðgöngunar, og svo kokopuffs með seriosi og klaka allann timann

Aníta

Eg er að crave-a sukkulaði, avexti og grænan kristal

Irpa

Með elsta var það pylsur (ég hef ekki borðað rautt kjöt síðan ég var 12 og alveg sérstaklega ekki pylsur!) og kellogs sem ég varð að byrja alla morgna á einni skál af á leiðinni í vinnuna ældi ég því svo alltaf öllu í sama blómapottinn fyrir utan blokkina hélt samt alltaf áfram að borða það😅 með bæði var síðan vatnsmelónur, jarðaber og klakar og vildi helst allan mat eins ferskan og hægt væri

Hrafnhildur

Maísbaunir löðrandi í smjöri og salti og drakk kókómjólk með 😅

Vonandi fannst ykkur þetta jafn fyndið og skemmtilegt og mér.

Þangað til næst.

Höfundur: gudbjorghr

Guðbjörg Hrefna heiti ég og er 26 ára, ég er gift Einari og eigum við saman 2 stelpur Kristeli Nótt og Önju Mist. Eldri dóttir mín er langveik og notar hún allskonar lyf og hjálpartæki til að hjálpa okkur í gegnum daginn/nóttina, ég er mentaður stílisti en er heimavinnandi útaf veikindum dóttur okkar! Ég er mikill sælkeri og elska gott vín! Ég veit ekkert skemmtilegra en að elda og borða góðan mat. Ég stunda crossfit af krafti og ég elska það, Það gefur mér útrásina sem ég þarf til að viðhalda geðheilsunni ef svo má segja.

%d bloggurum líkar þetta: