Top Picks; fyrsta ár barnsins

Nú fer að líða að eins árs afmæli Arndísar Lilju (?!) og hefur þetta ár verið afar viðburðarríkt. Verandi okkar fyrsta barn, lærðum við heilmikið um hvað þarf og hvað er óþarfi. Auðvitað eru öll börn ólík og þarfir þeirra misjafnar, en mig langar samt sem áður að deila með ykkur þeim fatnaði, hlutum og ráðum sem reyndust okkur vel … eða ekki svo vel.

 • Buxur með áföstum sokkum úr H&M (nei, ekki sokkabuxur)
  Þegar Arndís Lilja var nýfædd, þótti okkur hún svo lítil og brothætt og vorum við heldur smeik við að fara að troða henni í sokkabuxur og buxur yfir það, og allir sokkar runnu strax af litlu fótunum hennar. Þegar við loksins komumst að þessari snilld… vá! þvílíka himnasendingin sem þetta var! Einfaldaði helling fyrir okkur og sá til þess að halda táslunum hlýjum.
 • TIP: bleyjur
  Við notum bleyjur frá Libero og elskum þær! Fyrstu vikurnar prufuðum við þó nokkrar gerðir til að finna hvað henntaði okkur best. En eftir að hafa gert mér grein fyrir magninu af bleyjum sem börn fara í gegnum, eru taubleyjur/fjölnota bleyjur klárlega eitthvað sem ég myndi vilja kynna mér næst.
 • Brjóstapúði
  Persónulega, notaði ég brjóstapúðann ekki neitt. Fannst langbest að hafa bara kodda undir hendinni þeim megin sem hausinn hvíldi.
  Annað.. ef þú ætlar þér að nota brjóstapúða gerðu sjálfri þér greiða og keyptu púða sem hægt er að taka utan af og þvo – ég feilaði þar
 • TIP: Mexíkanahattar og Gjafahaldarar/bolir
  Fyrir ykkur með barn á brjósti … mexíkanahattar og gjafahaldarar/bolir gjörsamlega bjargaði okkur. Brjóstagjöfin gekk nokkuð illa fyrstu dagana og notuðumst við mikið við hattinn. Einnig get ég mælt með því að hafa gjafahaldara með upp á fæðingardeild þar sem þú verður líklegast látin vippa júllunum út nokkuð reglulega. Mínir uppáhalds eru úr lindex.
 • Rafmagns Brjóstapumpa
  Ég keypti mér ekki rafmagns brjóstapumpu fyrr en Arndís var orðin allavega mánaða gömul. Ég átti handpumpu frá því hún fæddist en varð fljótt þreytt á því að nota hana þegar ég var að mjólka mikið – til dæmis fyrir einhver tilefni eða ef hún var að fara í næturpössun. Ég keypti Lansinoh brjóstapumpuna og hefur hún reynst okkur þvílíkt vel.
 • Lansinoh Mjólkursafnari
  Þetta er vara sem ég vissi ekki af fyrr en fyrir mjög stuttu og vildi óska að ég hefði frétt af henni fyrr! Mjólkursafnarann seturu á brjóstið þeim megin sem ekki er verið að drekka úr og hann myndar sog og getur safnað mikilli mjólk sem er svo hægt að frysta eða gefa samdægurs í pela og jafnvel fá maka til að létta undir og gefa pelann á móti þess sem þú gefur brjóstið – sérstaklega fyrstu vikurnar þegar barnið er sett frekar ört á brjóstið.
 • Ella’s Kitchen Vörurnar
  Þegar arndís fór að byrja að smakka fasta fæðu í kringum 6 mánaða, versluðum við mikið (og gerum enn) vörur frá Ella’s Kitchen.
  Þar er vöruúrvalið mikið og allskonar sniðugt sem hægt er að gefa þeim til að kynnast ýmsum brögðum og áferðum. Í uppáhaldi hjá okkur eru melty puffs/melty sticks og skvísur í hálfum stærðum miðað við þær venjulegu – sérstaklega til að byrja með þar sem þau borða þá minna í einu = minna fer til spillis.
 • Brjósta bakstur
  Að lokum langar mig að segja ykkur frá vöru sem ég hef ekkert þurft að styðjast við en veit að margar þurfa þess eða velja að gera það. Brjósta-bakstur getur komið sér mjög vel í brjóstagjöf, hann er hægt að nota bæði heitann og kaldann en púðarnir máta sig vel að bæði lögun brjósta og brjóstapumpu. Baksturinn getur hjálpað að koma jafnvægi á mjólkurframleiðsluna sjálfa m.a. með því að nota baksturinn heitan fyrst til að koma af stað rennsli og kaldan eftir gjöf til að draga úr stálma.

Þangað til næst, Rakel Eyjólfs

*þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi*

%d bloggurum líkar þetta: