Vikumatseðill

Hér kemur matseðillinn þessa vikuna:

Mánudagur: grjónagrautur eldaður í ofni & lifrapylsa

Þriðjudagur: afgangar

Miðvikudagur: fiskur úr fiskbúð, rúgbrauð & salat

Fimmtudagur: tortillas með nautahakki, salati, sýrðum rjóma, salsasósu & rifnum osti

Föstudagur: eitthvað gott 🙂

Laugardagur: heimapizza

Sunnudagur: úrbeinaður lambaframpartur, brúnaðar kartöflur, sósa, maísbaunir & salat

Mér finnst gott að hafa einn auðann dag í vikumatseðlinum af því að oft kemur eitthvað óvænt upp á, manni er boðið í mat eða hefur ekki tíma til að elda og hefur bara skyr í matinn, það verða meiri afgangar af einhverju en maður reiknaði með o.s.frv. Stundum er líka bara fínt að vera með ekkert planað og hafa bara „eitthvað“. Svo reyni ég líka að hafa allavega einn dag í viku fyrir afganga því ég nenni ekki að elda á hverju einasta kvöldi og það er voða fínt að hafa allavega eitt kvöld í viku þar sem maður þarf ekki að gera neitt annað en að skella afgöngum í örbylgjuofninn og þá er maturinn reddí.

Ef ykkur langar til að fylgjast betur með mér þá er ég mjög virk á instagram og sýni oft frá því þegar ég er að elda þar: glodis95

Kveðja Glódís

%d bloggurum líkar þetta: