Foreldra ráð – Til að létta lífið

1. Skítugir legokubbar meiga fara í uppþvottavél. Ef þú átt ekki uppþvottavél settu þá í þvottanet og inní þvottavél. Sama á við um mjög mörg leikföng, þau skemmast fæst við stutta þvottaferð.

2. Hvernig fá börnin þessa hugmynd um að það sé vondur kall eða skrímsli í myrkrinu? – settu vatn og örfáa dropa af lavender í spreybrúsa, ef þú ert extra metnaðarfull/ur skreyttu brúsann og kallaðu það skrímslasprey.

3. Mörg börn hafa takmarkaða þolinmæði fyrir hand- og fótsnyrtingar. Klipptu neglurnar á meðan barnið sefur!

4. Smelltu snaga aftan á matarstólinn og settu smekkina þar. Þá eru þeir alltaf við hendina þegar þörf er á þeim. – svo er líka hægt að kaupa svona á trip trap

5. Uppþvottalögur er töfraefni á fatabletti. Settu grænan fairy beint á blettinn til að koma í veg fyrir að bletturinn festist.

6. Zip-lock pokar eru guðsgjöf. Hver segir að kókosolía sé svarið við öllu… þú getur geymt og ferjað nánast hvað sem er í zip-lock poka! Nesti-frystivörur-föt-leikföng-snyrtivörur svo eitthvað sé talið.

7. Ef þú ert eins og ég og kemur þér aldrei í að „babyproofa“ allt húsið. Þú getur sett teygjur eða bönd á milli handfanga í eldhúsinu og baðherberginu. (Alltaf best að eyða samt tímanum í varanlega lausn)

8. Frostpinnar. Stingdu pinnanum í gegnum muffin form til að forðast klístraða fingur.

9. Þessu hef ég brennt mig á. Baðdót með gati, notaðu límbyssu til að loka gatinu og koma í veg fyrir myglu.

10. Ef þú ert með lítið barn sem fer stutt í baðinu, settu barnið í þvottakörfu ofaní baðið. Þannig flýtur dótið ekki of langt í burtu.

11. Til að koma í veg fyrir að þú mætir lítilli múmíu eða klósettpappírs mottu á leið þinni inn á bað, smelltu hárteygju utan um rúlluna.

12. Áttu lítinn listamann sem þykir A4 ekki nógu stór canvas? Acetone eða töfrasvampur virkar vel á túss… ef það virkar ekki, settu þá bara ramma utan um! (Nokkrir punktar ^)

13. Börn eiga til að prufa lykla og læsingar en kunna svo ekki að opna aftur. Settu teygju milli hurðarhúnna svo læsingin fari ekki út.

14. Fáðu þér dagatal til að setja inn allar æfingar, læknatíma og annað mikilvægt.

15. Búðu til skipulag og stattu við það. Til að byrja með hjálpar að skrifa inn húsverkin í dagatal… það kemur manni á óvart hvað maður miklar það fyrir sér að troða inna öllu í hverri viku.

16. Gerðu matseðil fyrir vikuna og verslaðu eftir honum. Það sparar bæði tíma og pening ásamt því að þannig er auðveldara að velja hollari kosti.

17. Án þess að ætla að hljóma eitthvað Sólrún Diego eða Sigrún Sigurpáls… það er bæði ódýrara og náttúrulegra að gera þitt eigið alhliða hreinsisprey með vatni og edik eða vatni og sítrónu (sítrónan er sótthreinsandi)

18. Eitt af mínum þægilegustu ráðum er að fara í ræktina á meðan börnin eru í daggæslu/skóla… virkar hinsvegar ekkert sérstaklega vel fyrir dagvinnufólk. En reyndu alltaf að finna leið til að kreista inn 30mín hreyfingu á dag, þó það sé ekki nema göngutúr með kerruna.

19. Magapest. Börn missa auðveldlega matarlystina við magapestir (upp og niður). Flestir vita af poweraid/gatoraidráðinu en ég kynntist electrorice bara þegar stelpan mín var nokkurra mánaða með upp og niður í yfir viku. LIFESAVER ! BÓKSTAFLEGA!

20. Takið þessu ráði með miklum fyrirvara! Við hósta og stífluðu nefi er gott að setja pínulítið vicks vaporub undir iljarnar á krökkunum og sokka yfir þegar þau fara að sofa. Ég kaupi yfirleitt babyrub því ég hef heyrt hryllingssögur en hef notað hitt og enn allt í lagi með mín. – Sumir geta líka svarið fyrir hálfum lauk við rúmið.

21. Sum börn eru B-týpur og koma sér illa afstað á morgnana. Í þeim tilfellum er fínt að kaupa 5 kassa/skúffur/hirslur og skipuleggja fatavalið fyrir skólavikuna.

22. Hafðu „já-nasl“ alltaf aðgengilegt í ísskápnum sem er í boði hvenær sem er dagsins. Fínt að hafa bæði ferskt og pakkað (klementínur – schoolbars – ostabita – gulrætur – gúrkubitar – osfrv.)

23. Ef barnið þitt er eitt þeirra sem tekur ástfóstri á bangsa/teppi/dulu/annað þá er alltaf gott að eiga auka.

24. Alltaf hafa hitamæli og stíla í skiptitöskunni.

25. Það getur stundum verið erfitt en gefðu þér tíma reglulega til að fara á „deit“ með barninu. Þarf ekki að vera mikið, bíó, föndurkvöld, ferð á bókasafnið að lesa bækur saman, kaffihús eða bara róló.

26. Cheerios hálsmen í búðina. Þræddu cheerios á tannþráð og settu á barnið/börnin fyrir búðarferðir.

27. Settu pinna í litlar jógúrtdollur og frystu. Auðveld leið til að gera ís.

28. Ef möguleiki er á því, litaðu inní klukkuna til að hjálpa barninu að skipueggja tímann sinn.

29. Búðu til afþreyinga krukku fyrir börnin. Skrifaðu á pinna mismunandi afþreyingu svo þau geti dregið þegar þeim leiðist.

30. Kauptu merkimiða (t.d. navnelapper.no eða mynametags.com) og merktu ALLT. Gott að venja sig á það snemma.

31. Talandi um límmiða. Klipptu einn í tvennt og settu í skóna til að hjálpa barninu að sjá hvor fóturinn fer í skóin.

32. Prentaðu og plastaðu mikilvæg símanúmer og festu það svo á skólatöskuna til að auðvelt sé að ná sambandi við foreldra/nákomna. – Sama listann er líka gott að hafa heimavið t.d. á ísskápnum.

33. Ertu alltaf að týna hárteygjunum? Þú týnir þeim allavega seinna svona… eða öllum í einu!

34. Leyfðu barninu að hjálpa þér að skipuleggja vikuna um helgar. Svona skipulags dagatal er æði fyrir það.

Höfundur: Hrafnhildur

Ég er 27 ára þriggja barna móðir í Garðinum. Þar búum við með manninum mínum honum Ása. Ég vinn sem flugöryggisvörður í FLE. Börnin mín heita Svavar Bragi sem er 6 ára, Alparós sem er 2 ára og lítill snúður fæddur í byrjun júní sem heitir Óliver. Ég er að læra sjúkraliðann í fjarnámi samhliða 100% starfi sem flugöryggisvörður. Insta: @hrafnhildurskugga

%d bloggurum líkar þetta: