Skírn 15.09.

Sunnudaginn 15. september klukkan 15.15 var dóttir mín, Marín Blær skírð. Athöfnin fór fram í kirkju Óháða safnaðarins og var að athöfninni lokinni var boðið upp á kaffi og veitingar í safnaðarheimilinu.

Ég fékk rosalega mikið af frábærri hjálp enda var skírnin þrem dögum eftir keisarann og ég ekki alveg í besta forminu og þá er svo gott að eiga góða að. Þá sérstaklega þar sem að athöfnin var í safnaðarheimilinu og verið var að breyta og bæta neðri hæðina og eldhúsið þannig að við þurftum að koma með allt með okkur, diska, bolla, upppáhelligræjur og svo framvegis…

skírn1skírn2

Nafnið

Stelpan fékk nafnið Marín Blær og hef ég nokkrum sinnum fengið spurningu út í nafnið þar sem að það er frekar líkt Maríusi Blæ, stráknum mínum. Blær var alltaf gefið þar sem að ég var fyrir löngu búin að ákveða að börnin mín myndu heita Blær, ég sjálf átti að vera Irpa Blær en það var áður en það mátti því er ég Fönn en hef alltaf verið svo hrifin af Blær nafninu. Marín er síðan eina stelpunafnið sem við pabbi hennar gátum verið sammála um öll önnur nöfn sem hann stakk upp á fannst mér bara alls ekki málið og það sama á við um hann og þau nöfn sem ég stakk upp á, að nafnið byrjaði á M var því ekki endilega eitthvað sem við vorum að miða við og tilviljun ein hve líkt það varð. Fyrir áhugasama heitir Maríus því nafni svo vegna þess að langamma mín kom til mín í draumi í byrjun meðgöngu og nefndi það við mig, það var svo bara fast.

Veitingar

Veitingarnar sem boðið var upp á voru:

  • skírnarkakan, amma Maríusar er snillingur í bakstri og bakaði rosa fallega köku fyrir okkur, þetta var súkkulaðikaka með hvítu hindberjakremi og sykurmassa
  • rúlluterta
  • túnfisksalat
  • bollakökur með daim-kurli og karamellusósu
  • döðlugott með og án lakkrís
  • makrónur
  • mygluostar og með því (hráskinka, vínber, jarðaber, salami, bláber, maltesers, ólífur sulta, ritz og þurrkaðar pylsur
  • smáborgarar
  • kjúklingur á spjóti
  • bruschetta með grænu pestó, brie, salami og basiliku

skírn4skírn5

skírn6

Skreytingar

Ég ætlaði að hafa blómaþema og allskonar skreytingar en þar sem dagsetningin á skírninni var ákveðin með rétt rúmlega viku fyrirvara og svona stutt frá keisara varð þetta aðeins öðruvísi en kom að mínu mati mjög vel út

Ég á fullt af skrauti sem ég nota aftur og aftur, pom-pomin í gluggunum notaði ég til dæmis fyrst í skírn Maríusar og síðan öllum mínum veisluhöldum síðan þá, þau ásamt confetti-inu, eru úr Söstrene grene. Kertastjakarnir á borðunum eru Nagel/Stoff, Hvítu dúkarnir á borðunum eru leigðir frá Efnalauginni Björg í Mjódd.

skírn3

Gestabókin

Ég var með polaroid filmumyndavél og bað fólk að taka mynd af sér og kvitta síðan hjá myndinni í bók, hvort sem var með nafni eða kveðju og nafni. Ótrúlega skemmtilegt og persónulegt að sjá ekki bara einhver nöfn heldur tengja þau við manneskjur. Ég gerði þetta líka í skírninni hans Maríusar og notaði sömu bók, gaman fyrir gestina líka að skoða myndirnar síðan þá ef þeir voru í báðum veislum.

skírn7

Þangað til næst

Irpa Fönn

%d bloggurum líkar þetta: