Vikumatseðillinn í þetta skiptið byrjar á föstudegi. Mér finnst best að gera vikumatseðil og vikuinnkaup sama daginn og það þarf ekkert endilega að vera á mánudegi. Oft finnst mér mest til í búðunum á föstudögum og grænmetið og ávextirnir líta best út, og þess vegna er fínt að gera þetta á föstudegi og byrja helgarfríið með fullann ísskáp og nóg til af öllu.
Föstudagur: heimapizza
Laugardagur: kjúklinga enchiladas, sýrður rjómi, salsa sósa, doritos, avacado, gúrka og paprika
Sunnudagur: lambahryggur, kartöflubátar, maísbaunir, salat og brún sósa
Mánudagur: afgangar
Þriðjudagur: bleikja, couscous, grænmeti og rúgbrauð
Miðvikudagur: kjötbúðingur og kartöflustappa
Fimmtudagur: hakk & spaghetti, hvítlauksbrauð og salat
Kveðja Glódís