Vikumatseðill

Við vorum með pastarétt í matinn í gærkvöldi og það var svo mikill afgangur að það dugir í kvöldmatinn í kvöld líka, og ég verð að viðurkenna að það er rosa þægileg tilhugsun að þurfa ekki að elda neitt í kvöld, bara henda pastanu í örbylgjuofninn. Þar sem maður hefur oftast nægan tíma á sunnudögum en talsvert minni tíma á mánudögum þá getur verið mjög þægilegt að elda stóra máltíð á sunnudegi og þá er mánudagurinn aðeins auðveldari. Ég mæli með því að hafa þetta í huga þegar þið gerið vikumatseðil, en öll ráð til að gera mánudaga aðeins auðveldari gríp ég fegins hendi. Hér kemur matseðillinn þessa vikuna:

Mánudagur: afgangar

Þriðjudagur: kjöt í karrý og hrísgrjón

Miðvikudagur: bleikja, couscous og ofnbakað grænmeti

Fimmtudagur: píta með nautahakki, steiktu grænmeti, osti, salati og pítusósu

Föstudagur: heill kjúklingur, franskar, koktelsósa og salat

Laugardagur: quesadilla með afgangs kjúlla, sýrður rjómi, salsasósa, guacamole, nachos og salat

Sunnudagur: heimapizza

Þar til næst

Glódís

%d bloggurum líkar þetta: