Hollt og sjúklega gott túnfisksalat

Þetta túnfisksalat er það gott (og það hollt) að maður getur borðað það með skeið beint úr dallinum. Hins vegar mæli ég með því að setja það ofan á eitthvað gott hrökkbrauð eða gróft brauð, það er algjört sælgæti.

Innihald:

2 soðin egg (mér finnst best að hafa þau ekki alveg harðsoðin heldur smá mjúk alveg í miðjunni)

1 dós túnfiskur

1/2 fínt saxaður laukur

100 gr kotasæla

100 gr sýrður rjómi 10%

2 msk light mayonnaise

Svartur pipar

Hvítur pipar

Aromat

Öllu blandað vel saman og kryddað eftir smekk, best að smakka sig bara til. Geymist í nokkra daga í lokuðu íláti inni í ísskáp.

Glódís

%d bloggurum líkar þetta: