Vikumatseðill

Eftir ansi strembna seinustu viku hlakka ég til að byrja nýja viku með matseðil stútfullann af girnilegum réttum. Ég var í lokaprófi á föstudaginn og seinasta vika fór því meira og minna í prófalestur og stressið sem því fylgir. Því var lítið um heimagerðan mat og meira um skyndibita og skyr og brauð eins og vill verða þegar maður skipuleggur sig ekki alveg nógu vel. En ég hlakka til að hafa meiri tíma til þess að elda góðan mat í þessari viku og geta sest niður í rólegheitunum með fjölskyldunni yfir kvöldmatnum. Það er eitthvað sem ég held að sé allt of vanmetið, að sitja öll saman í ró og næði yfir ljúfengri heimagerðri máltíð og spjalla saman eftir annríkan dag.

Mánudagur: kjúklinganúðlur

Þriðjudagur: bleikja, blómkálsgrjón & hvítlaukssósa

Miðvikudagur: lasagna á pönnu & hvítlauksbrauð

Fimmtudagur: afgangar

Föstudagur: kjötbollur, piparostasósa & kartöflustappa

Laugardagur: heimapizza

Sunnudagur: lambahryggur, brúnaðar kartöflur & meðlæti

Eins og vanalega leyfi ég fylgjendum mínum á instagram oft að vera með við eldamennskuna og því bendi ég á instagram síðuna mína hér að neðan fyrir áhugasama. Eigið ljúfa viku.

Þar til næst

Glódís

%d bloggurum líkar þetta: