Prótein Frappuccino

Þessi drykkur er næstum því betri en alvöru frappó sem maður kaupir á kaffihúsum en hann er miklu miklu hollari. Þetta er frábært próteinríkt millimál sem ég elska að fá mér þegar ég er þreytt og langar í eitthvað extra gott og orkugefandi. Hvort sem það er seinnipartinn á virkum degi þegar manni vantar smá auka orku til að klára daginn, eða um helgar þegar mann langar að gera vel við sig, þá á þessi drykkur vel við. Uppskriftin er alls ekki heilög og má alveg nota annað próteinduft, aðra sósu osf. Og ef maður vill gera extra vel við sig er hægt að toppa drykkinn með rjóma og sykurlausri súkkulaðisósu og þá líkist þetta Starbucks Frappuccino.

Prótein frappó:

1 bolli gott kaffi

2 góðar lúkur klakar

1/2 frosinn banani

1 skeið prótein (ég nota ON protein energy með Mocha Cappuccino)

1/2 flaska Nije próteindrykkur með Cappuccino bragði

1 msk sykurlaus súkkulaðisósa (t.d. frá Bodylab eða Callowfit)

Öllu blandað saman í blandara og drukkið strax !

%d bloggurum líkar þetta: