Tómstundir þegar útiveran gengur ekki

Þetta er færsla fyrir alla veikindapésa og þegar viðrar ekki nógu vel fyrir útiveruna.

1. Kauptu pappírsrúllu í t.d. ikea og svuntu því þetta gæti orðið… Skemmtilegt! Blandaðu þína eigin málningu úr hráefnum sem flestir eiga í eldhússkápnum og málið fallega mynd.

2. Setjist undir teppi í stofunni og lesið bók með fallegum myndum og ræðið myndirnar… ekki verra ef ykkur tekst að búa til ykkar eigin sögu bara úr myndunum.

3. Búið til trölladeig og leirið eitthvað skemmtilegt.

4. Bakið smákökur, það er vel hægt að finna hollar og góðar smáköku uppskriftir.

5. Búið til virki í stofunni eða borðstofu… Æskan er svo stutt hjá þessum elskum og þau munu aldrei minnast draslsins heldur samverunnar.

6. Sitjið bara og spjallið um daginn og veginn… Þegar börnum gefst færi á þá þykir þeim rosalega gaman að bulla og tala um sig og sína sýn á heiminum.

7. Spilið borðspil eða bara þessi klassísku spil (veiðimaður, olsen olsen ofrv.

8. Kubbið hús og leikið með barbí… Notið ímyndunaraflið.

9. Búið til þrautabraut í stofunni eða lekfimidýnu á ganginum (leggja niður sængur og teppi.

10. Hafið ykkar eigin danspartý þar sem allir skiptast á að velja lag til að dansa við.

11. Hví ekki að nota gömlu sokkana sem aldrei finnst parið saman. Búið saman til sokkabrúður.

12. Búið til músastiga eða pappakeðju.

13. Farið í tískuleik (alltaf gaman að fá að máta mömmu og pabba föt)

14. Púslið saman.

15. Hafið lautarferð… inni!

16. Búið til kórónu eða grímu úr pappír.

17. Farið í feluleik… það er alltaf gaman!

18. Lærið origami (netið getur hjálpað)

19. Gerið bílaþvottastöð… fyrir dótabíla.

20. Gerið ratleik inni!

Höfundur: Hrafnhildur

Ég er 27 ára þriggja barna móðir í Garðinum. Þar búum við með manninum mínum honum Ása. Ég vinn sem flugöryggisvörður í FLE. Börnin mín heita Svavar Bragi sem er 6 ára, Alparós sem er 2 ára og lítill snúður fæddur í byrjun júní sem heitir Óliver. Ég er að læra sjúkraliðann í fjarnámi samhliða 100% starfi sem flugöryggisvörður. Insta: @hrafnhildurskugga

%d bloggurum líkar þetta: